Ský - 01.04.2012, Blaðsíða 39

Ský - 01.04.2012, Blaðsíða 39
Flugvöllurinn í Lukla er með þeim hættu- legustu í heimi og því borgar sig ekki að taka óþarfa áhættu.Til Lukla liggja engir vegir; Gore kímdi þegar ég spurði hvort við gætum ekki tekið rútu. „Ertu svöng?“ spurði hann loks og við settumst inn á einn af fjölmörgu veitinga- stöðunum sem urðu á vegi okkar. Hann færði mér svart te með prakkaralegt blik í skásettum augunum og tilkynnti að það innihéldi „no chiní‘ - honum fannst drep- fýndið að ég vildi engan sykur. Við pöntuð- um dal bhaat í hádegismat, nepalskan rétt sem samanstendur af hrísgrjónum, grænmeti og linsubaunasúpu. Þessu er öllu blandað saman og bragðast prýðilega, en getur orðið leiðigjarnt þegar rétturinn er snæddur tvisvar á dag, alla daga. A þessari stundu veitti hann mér hins vegar þá orku sem ég þurfti og fílefld elti ég Gore upp brattann til Narnche Bazaar, tröppur sem virtust liggja alla leið til himins. Við tókum fram úr mönnum sem báru óheyrilegar byrðar í tágakörfum: súkkulaði, drykkjarvörur, kjötskrokka, gaskúta, viðar- klæðningar og farangur göngufólks, jafnvel tvo til þrjá bakpoka í senn. Þegar ég sá þessa litlu, grönnu menn (og stundum konur) burðast með að því er virtist margfalda þyngd sína virkaði bakpokinn minn allt í einu laufléttur. Eg snarhætti að kvarta. Andstutt heilsaði ég ferðakonum sem sýni- lega voru dauðfegnar að vera á niðurleið. „Þetta er erfiðasti dagurinn,“ lofiiðu þær. „EN ÞÚ ERTFRÁ ÍSLANDI!" Er tekið var að kvölda birtist þyrping af litríkum húsum fýrir augum mér, hávær bartónhst ómaði um þröngar göturnar og á útimörkuðum mátti kaupa jakuxaullarvörur, boh með áletrunum og hvers konar glingur. Þótt að skilti bæði mig velkomna til Namche þorði ég ekki að trúa því fýrr en Gore stað- festi að við værum komin á áfangastað. Sólin yljaði okkur fyrr um daginn, en nú var orðið napurt. Eg hlakkaði til að komast inn í hlýjuna, en því var ekki að heilsa. Inn komst ég reyndar, en gistiheimilið var ekki upphitað, frekar en önnur hús á þessum slóðum. Ég þurfti að klæða mig í þrenn ullarnærföt og dúnúlpu til þess að hætta að skjálfa. Heitt te og Sjerpakássa (grænmetis- eða kjötsúpa að hætti heimamanna) hjálpaði til og loks var kveikt á kamínunni í miðjum matsalnum. Þá snögghlýnaði mér, en nóttin varð ansi köld; hitinn fór niður fyrir frost- mark í herberginu mínu. Á vormánuðum í Himalajafjöllunum getur orðið hlýrra en í íslenskri hitabylgju á daginn, en næturnar eru helkaldar. Ég gat yfirleitt gengið í bol eða þunnri flíspeysu, en á nóttunni dúðaði ég mig ofan í svefn- pokann í öllum fötunum með hitapoka og breiddi teppi bæði undir og yfir mig. „En þú ert frá Islandi!“ var yfirleitt viðkvæðið þegar ég viðurkenndi hvað ég væri kulvís. Ég útskýrði að þótt heimaland mitt stæði oft undir nafni væri okkur aldrei kalt innan dyra. HÖFUÐ HIMINSINS Eftir hvíldardag í Namche Bazaar lá leiðin áfram tilTengboche (3.870 metrar). Þar er frægt klaustur sem ferðamönnum gefst kostur á að skoða. í heiðríkju morgunsins sá ' ég Sagarmatha - Everest á máli heima- manna, sem gæti útlagst sem „höfuð“ eða „gyðja himinsins" - í fyrsta sinn. Hæsta fjall veraldar er 8.848 metrar, meira en fjórir Hvannadalshnjúkar, en minnti þó á maura- þúfu innan um tilkomumikla tinda sem stóðu okkur nær, svo sem Nuptse, Lotse og Ama Dablam. Daginn eftir héldum við áleiðis til Ding- boche í 4.530 metra hæð. Fyrst lá leiðin niður í gegnum þéttan ævintýraskóg, sem samanstóð af trjám með þykkum blöðum sem biðu þess að blómstra hvítum, bleikum og rauðum alparósum - þjóðarblómi Nepala - og trjám með lafandi, ljósgrænum, sef- líkum gróðri; þau eru víst notuð til að búa til reykelsi. Allt í einu heyrðust klingjandi bjöllur sem ýttu enn undir þá tilfinningu að við værum stödd í ævintýri. Jakuxahjörð boðaði komu sína. Þessar lágvöxnu, sterkbyggðu og kaf- loðnu skepnur, með vígaleg horn og sorg- mædd augu, ganga stanslaust með vistir upp og niður fjallshlíðar. Þeim er sleppt lausum á monsúntímabilinu, en skila sér aftur til eigendanna þegar styttir upp. URÐ OG GRJÓT, UPP í MÓT Fyrr en varði vorum við komin út úr skógin- um og loks upp fyrir trjálínu. Hér var bæði næðingssamt og berangurslegt. Lágir runnar, mosavaxnir steinar og moldarbörð minntu svohtið á Ísland. Vindurinn þyrlaði upp ryki Höfuð himinsins gægist á milli trjánna: Everest, hæsta fjall heims, 8.848 metrar. 2. tbl. 2012 SKÝ 39

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.