Ský - 01.04.2012, Blaðsíða 22

Ský - 01.04.2012, Blaðsíða 22
Séra Friðrik ásamt Kristínu systur sinni og Charles Fermaud framkvæmdastjóra Heimssambands KFUM árið 1902, á götu í Reykjavík. Séra Friðrik Friðriksson stundaði nám við Háskólann í Kaupmannahöfn og kynntist þar þróttmiklu starfi KFUM - Kristilegs félags ungra manna. Það er sem vorblær hvíli yfir hinu unga félagslífi." Arið 1911 kom séra Friðrik að stofnun knattspyrnufélagsins Vals. Frumkvöðlarnir voru nokkrir ungir leiðtogar í KFUM sem Friðrik hafði alið upp innan unglinga- deildar félagsins frá árinu 1908. Séra Friðrik kom líka að stofnun Karlakórs KFUM árið 1912 - sem varð síðar Karla- kórinn Fóstbræður - og ári síðar stofnaði hann skátafélagið Væringja. Þá átti Friðrik hugmyndina að nafni knattspyrnufélagsins Hauka sem stofnað var innan KFUM í Hafnarfirði árið 1931. Sitthvað fleira mætti nefna sem séra Friðrik lét sig varða. Hann stofnaði t.d. hljóðfæraflokk innan KFUM, studdi við jarðræktarstarf félagsins og sumarbúða- starfið í Kaldárseli og Vatnaskógi. Hann kom líka á fót kvöldskóla innan félagsins fyrir ungt og fátækt fólk sem starfaði í yfir 40 ár. Séra Friðrik sóttist ekki eftir veraldleg- um eigum og átti að sögn sjaldan peninga. En hann var ríkur af andlegum auði og miðlaði honum bæði úr ræðustóli og í söngvum sínum og sálmum sem margir eru löngu orðnir klassískir, svo sem „Áfram Kristsmenn, krossmenn". Séra Friðrik lést í mars 1961, nærri 93 ára að aldri. Áhrif hans á 20. öld ristu dýpra en flestra annarra og er vert að geta þess að í lifanda lífi var reist af honum stytta í hjarta Reykjavíkur eftir Sigurjón Olafsson myndhöggvara. Sú stytta stendur við Lækjargötu og undirstrikar þann heið- urssess sem séra Friðrik ávann sér í vitund íslenskrar þjóðar. Minnisvarðar um hann hafa einnig verið reistir í sumarbúðum KFUM í Vatnaskógi, á svæði Valsmanna í Reykjavík og á fæð- ingarstað hans við mynni Svarfaðardals. Þar hefur samgönguráðuneytið jafnframt útbúið sérstakan áningarstað. SKÝ Séra Friðrik stofnaði KFUM og KFUK, Knattspyrnufélagið Val, Karlakórinn Fóstbrœður, skótafélagið Vœringja og knattspyrnufélagið Hauka í Hafnarfirði. Þó stofnaði hann hljóðfœraflokk innan KFUM. Hann kom líka ó fót kvöldskóla fyrir ungt og fótœkt fólk og starfaði skólinn í yfir 40 ór. Samkvœmt samningi mótti Jóhann ekki ganga um götur heldur varð hann að vera heima allan daginn. Honum leið illa - eins og apaketti í búri að eigin sögn. Jóhann var með samning við stærsta fjöl- leikahús heims, Ringling Brothers og Barnum & Baily Circus, og varð vel þekktur í fjölleika- húsheiminum. 22 SKÝ 2. tbl. 2012

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.