Ský - 01.04.2012, Blaðsíða 16
Auglýsing fyrir Regnhlífarnar í Cherbourg í Stock-
holms Stadsteater voriö 2011.
Sverrir Páll Guðnason.
röð hvíli það oft á leikurunum að skapa
persónurnar. Það er oft skipt um leikstjóra,
leikstjórinn einbeitir sér að frásögninni og
leikararnir hafa frjálsar hendur með pers-
ónusköpun. Með hverri nýrri mynd halda
þeir áfram í hlutverkum sínum þar sem frá
var horfið síðast.Tvíeykið Wallander/
Pontus birtist aftur og aftur í nýjum sögum.
Tveir leikarar hafa farið með hlutverk
Wallanders á ýmsum tímum. Það eru Rolf
Lassgárd og Krister Henriksson. Krister og
Sverrir eru þeir sem oftast hafa leikið þá
Wallander og Pontus saman. Krister er
gamalreyndur leikari bæði á sviði og í
kvikmyndum og Sverrir segir að maðurinn
sé mjög ólíkur hinum hranalega og oft
hálfslæpta lögreglumanni sem hann leikur.
„Við höfum eðlilega kynnst vel,“ segir
Sverrir. „Upptökurnar fara fram á tiltölulega
stuttum tíma og þá er allt tökuliðið saman;
í þessu tilviki í Ystad, syðst í Svíþjóð, þar
sem sögurnar gerast. Krister er mun þægi-
legri maður í umgengni en Wallander.“
NÝ HLUTVERK
Raunar er það svo að hlutverk Pontusar
heyrir sögunni til hjá Sverri. Hann lék
piltinn síðast árið 2009 og þrjú ár eru lang-
ur tími í lífi leikara. Ferillinn rúmar nú
þegar miklu fleiri hlutverk en þetta eina
þótt það sé frægast utan Svíþjóðar.
Núna hefur Sverrir rétt lokið við að leika
eitt aðalhlutverkið í nýjustu mynd danska
leikstjórans Bille August. Það er söguleg
mynd sem ijallar um frægan ástarþrí-
hyrning um þarsíðustu aldamót: Sænska
tónskáldið Hugo Alfvén varð ástfangið af
Maríu Kröyer, konu Skagen-málarans
Sören Kröyer. Málarinn vildi ekki veita
konu sinni skilnað en bauð ástmanni konu
sinnar að búa með þeim. I myndinni, sem
verður frumsýnd í haust, fer Sverrir með
hlutverk Hugos Alfvén, en María er leikin
af Birgitte Hjort-Sörensen, sem er Islend-
ingum að góðu kunn sem unga fréttakonan
í dönsku þáttunum Borgen.
Sverrir segir að vinnan undir stjórn Bille
August hafi verið mjög spennandi. Eftir að
upptökum á Wallander lauk hefur Sverrir
einnig leikið á sviði Stadsteatern í Stokk-
hólmi og það eru stöðugt ný verkefni á
dagskrá, bæði á sviði og í myndum. Sviðið
og myndirnar eru tveir gerólíkir miðlar og
Sverrir segir að sambandið við áheyrendur á
hverri sýningu í leikhúsinu sé leikaranum
mikilvægt.
SLÓ í GEGN í SJÓNVARPSMYND
Sverrir var tæplega þrítugur þegar hann sló
í gegn sem leikari í Svíþjóð. Þá lék hann
eitt aðalhlutverka í fjögurra þátta sjónvarps-
seríu, Upp Till Kamp!, sem fjallar um líf
ungs fólks í Gautaborg á 6. og 7. áratug
síðustu aldar.
Þetta var árið 2007 en fýrir þann tíma
hafði hann verið með í eigi færri en 15
myndum og árið 2009 vakti hann enn
athygli fyrir aðalhlutverkið í kvikmyndinni
Orginalen. Fyrir þann leik hlaut hann
alþjóðleg verðlaun.
Upp Till Kamp! vakti mikla athygli í
Svíþjóð og Sverrir segir að þættirnir hafi
valdið straumhvörfum á ferli hans. Hann
var eftir leik sinn þar „kominn inn fyrir
dyrnar“ sem leikari í Svíþjóð. Eftir þetta
hefur ekki verið leit að hlutverkum.
MÆTTI TIL AÐ SÝNA SIG
Þetta er litríkur ferill og hófst þegar Sverrir
var í menntaskóla. Hann var á leiklistar-
braut og fór 16 ára að leika við leikhúsið
Replika í miðborg Stokkhólms þar sem
hann fékk þjálfun hjá leikhússtjóranum
Jurek Savka, pólskum leiklistarkennara.
Einnig fór hann þegar í menntaskóla að
mæta í leikprufur þegar auglýst var eftir
ungum leikurum fyrir sjónvarp. „Aðalmálið
er að fara í prufur þegar leikstjórar auglýsa
eftir fólki í hlutverk."
„Ég hugsaði í sjálfii sér ekkert út í hvort
ég gæti leikið eða ekki. Ég var bara alveg
sannfærður um að þetta væri eitthvað fyrir
mig og lét slag standa,“ segir Sverrir. „Ég
ætlaði mér að verða leikari og fannst eftir
að ég var kominn í menntaskólann að ég
væri nógu góður í sænskunni til að leika án
þess að það heyrðist og sæist að ég væri
ekki sænskur."
ÓSÝNILEGIR TAKTAR
Þetta fjallar ekki bara um tungumálið og að
tala málið án hreims. Leikstjórar leita
stundum að leikurum með hreim, stundum
passar það ekki. Sverrir segist snemma hafa
náð valdi á sænskum framburði en aðlögun
felst líka í fasi og framkomu. Það eru ótal
ósýnileg eða lítt sýnileg atriði sem einkenna
fólk hverrar þjóðar.
Bara göngulagið kemur upp um fólk auk
ótal atriða úr sameiginlegri reynslu fólks
sem einkenna það.Taktar lærast úr þekkt-
um barnamyndum þegar í barnæsku og
útlendingur verður að læra það sem aðrir
hafa fengið ómeðvitað í uppvextinum.
Þetta eru hindranir sem Sverrir hefur
yfirstigið og segir að enginn taki nú eftir að
hann er ekki sænskur. „Við getum sagt að
ég hafi lært að leika Svía þannig að ég virka
eðlilegur," segir Sverrir.
BARNASTJARNA Á ÍSLANDI
En fyrstu spor í leikprufum hjá sænska
sjónvarpinu voru alls ekki þau fyrstu á
leiklistarbrautinni. Sverrir var áður barna-
leikari á Islandi. Það er saga sem vert er að
rifja upp. Upphaflega reyndi hann fyrir sér
sem revíuhöfimdur og leikari í Melaskól-
anum ásamt fleiri skólafélögum. Sverrir lék
16 SKÝ 2. tbl.2012