Ský - 01.04.2012, Blaðsíða 21
Gefnar voru út um 30 bœkur eftir Filippíu - eða Hugrúnu
eins og hún nefndi sig - Ijóð, sögur og leikrit. Hún var í
Rithöfundasambandi íslands og fékkí mörg ör
styrk úr starfslaunasjóði listamanna.
Filippía fór síðar í Laugaskóla í Reykja-
dal þegar hún var rúmlega tvítug en bráð-
smitandi óvættur náði henni. Hún smitað-
ist af berklum en stóð uppi sem sigur-
vegari í þeirri baráttu.
Unga konan hélt til Reykjavíkur og
vann m.a. á Vífilsstöðum. Hún kynntist
ástinni í höfuðstaðnum - Valdimar Jóns-
syni - og eignuðust þau þrjú börn. Hjónin
fluttu til Akureyrar eftir nokkurra ára
búsetu í Reykjavík og þegar lóan fór að
láta sjá sig og söng fyrir landann hélt
Filippía í dalinn græna með börnum
sínum. Búið var að Brautarhóli á sumrin;
stundum líka á veturna.
Guðrún Agnarsdóttir, tengdadóttir
Filippíu, hélt tölu á málþingi um hana í
fyrra. Þá sagði hún: „Þegar Filippía var
ung móðir búsett í Reykjavík og kom í
sveitina sína með börnin á sumrin, sýnist
mér af myndum hafa verið talsverður stæll
á henni. Hún var greinilega með á tísku-
nótum tímans og sat uppi í Hofsskálinni
eins og fdmstjarna með dökk, kringlótt
sólgleraugu með hvítri umgjörð, og upp-
sett hár, en þangað fór fjölskyldan reglu-
lega að sumri til fyrir slátt, hitaði kaffi og
borðaði meðlæti og brá á leik. Kannski
stakk hún í stúf við daglegt líf hinna?“
Aftur flutti fjölskyldan til Reykjavíkur en
Valdimar eiginmaður Filippíu veiktist og
lést 1959. Filippía vann við verslunarstörf
eftir að börnin vom uppkomin. Hún kynnt-
ist aftur ástinni nokkmm ámm síðar, Einari
Eiríkssyni, og gengu þau í hjónaband.
Gefnar voru út um 30 bækur eftir
Filippíu - eða Hugrúnu eins og hún
nefndi sig - ljóð, sögur og leikrit. Hún var
í Rithöfundasambandi Islands og fékk í
mörg ár styrk úr starfslaunasjóði lista-
manna auk þess að fá úthlutað úr Rithöf-
undasjóði Islands.
Filippía ferðaðist mikið; fannst það
nauðsynlegt rithöfundi. Löndin voru
mörg. Heimsálfurnar nokkrar. Stundum
las hún ferðasögur sínar upp í útvarpi allra
landsmanna svo aðrir gætu notið, upplifað
með henni ævinfyrin.
Bækurnar vom margar svo sem Mána-
skin, Við sólarupprás, Hafdis og Heiðar,
Fanney á Furuvöllum, Perlubandið, Haust-
blóm, Strengjakliður og Leyndarmálið í
Engidal. Stór hluti af verkum Filippíu á
rætur sínar á æskuslóðunum.
Eftir að barnabörnin komu í heiminn
samdi hún vísur fyrir þau þegar þau áttu
afmæli eða þegar stórviðburðir voru í lífi
þeirra.
Filippía Sigurlaug Kristjánsdóttir,
Hugrún, samdi ljóðið Svarfaðardalur og
var samið við það lag sem Svarfdælingar
hafa gert að héraðssöng sínum; það er
sungið við flest hátíðleg tækifæri í
Dalvíkurbyggð. Hugrún lést 1996. SKÝ
Ljóðið Svarfaðardalur
Hér er fyrsta erindið:
Dal einn vænan ég veit,
verndar Drottinn þann reit.
Allt hið bezta þar blómgast hann lætur.
Þar er loftið svo tært,
þar er Ijósblikið skært,
þar af lynginu er ilmurinn sætur.
Hugrún skáldkona.
.... FRÁ I IÁI.SI: .
SÉRA FRIÐRIK
FRIÐRIKSSON
STOFNAÐI KFUM
OG VAL
Friðrik Friðriksson fæddist árið 1868 að
Hálsi í Svarfaðardal. Hann varð stúdent
árið 1893, stundaöi nám við Háskólann
í Kaupmannahöfn og kynntist þar
þróttmiklu starfi KFUM - Kristilegs
félags ungra manna. Þegar heim kom nam
hann við prestaskólann í Reykjavík, lauk
þaðan prófi árið 1900 og vígðist um haustið
sem prestur við Holdsveikraspítalann í
Laugarnesi.
Séra Friðrik var einstakur mannvinur og
brautryðjandi í kristilegu æskulýðsstarfi
á Islandi. 1 ársbyrjun 1899 stofnaði hann
KFUM í Reykjavík og síðar um vorið einnig
KFUK - Kristilegt félag ungra kvenna.
Þessum félögum helgaði Friðrik starfskrafta
sína allt sitt líf en þau urðu farvegur félags-
legrar og trúarlegrar vakningar á fyrri hluta
20. aldar. Sem dæmi má nefna að á fyrsta
áratug 20. aldar voru um 60% allra drengja í
Reykjavík í KFUM.
Sumir drengjanna sem fyrst tóku þátt í
starfi KFUM voru að sögn þekktir pöru-
piltar en Friðrik hafði lag á að laða fram
það besta í hverjum og einum. Sjálfur hefur
Friðrik m.a. ritað svo um áhuga þeirra fyrstu
árin: „Nýjungin dregur þá. Það er tilbreyting
og skemmtun um leið. Bærinn er lítill og
fátt er á boðstólum sem dregur þá. Það er
eitthvað frísklegt við fundina, allt einfalt og
óbrotið. Þeir fmna, að velferð þeirra er borin
fyrir brjósti og eru glaðir yfir því. Þeir finna
að þeir eru í senn teknir sem sjálfstæðir
menn og þó sem börn; þeir eru leiddir og
þó er reiknað með þeim. Þeir eru glaðir
yfir því, að manngildi þeirra er viðurkennt.
2. tbl. 2012 SKÝ 21