Ský - 01.04.2012, Blaðsíða 40
Það var sólríkt en næðingssamt á „tindinum". Grunnbúðir Everest í 5.364 metra hæð.
og nú tók hvert skref meira á en í upphafi
göngunnar, jafnvel þótt brekkurnar væru
aflíðandi. I þunnu lofti er nauðsynlegt að
fara sér hægt. Eg var fegin þegar grillti í
bárujárnsþökin í Dingboche í eyðilegu dal-
verpi, sem bæði snævi þaktir og kolsvartir
tindar slúttu yfir. Ég ætlaði að taka mynd
eftir að hafa komið mér fyrir, en á svipstundu
skall á með svartaþoku og tindarnir hurfii
sjónum mínum.
Morguninn eftir hafði létt til og við Gore
tókum stefnuna á Lobuche í 4.930 metra
hæð, síðasta áfangastað okkar fyrir grunn-
búðirnar. Landslagið var hrjóstrugt en til-
komumikið: hvassir tindar og beljandi
jökulsár. Við gengum eftir moldarstígum um
grasbala, framhjá smalakofum og hlöðnum
réttum. Enn fannst mér margt minna á
Island, burtséð frá fjallageitum og snæ-
dúfum. Ég hefði gjarnan viljað sjá snæhlé-
barða og vígtennt dádýr, en þau urðu ekki á
vegi okkar frekar en snjómaðurinn ógurlegi.
Stígurinn lá upp stórgrýtta hæð sem tók á
læri, leggi og lungu. Þar blöktu bænafánar og
minnismerki heiðruðu menn sem höfðu
gengið á Everest... og dáið.
Handan við hæðina urðu ís og snjór á vegi
okkar þótt stígurinn héldist auður. Þegar
Lobuche birtist handan við hornið var ég
orðin andstutt og lúin. Máltíð og hvíld gáfu
mér þó orku til að ganga upp næstu brekku
til að njóta útsýnisins og fyrirbyggja háfjalla-
veiki. Ég fann til smæðar minnar er mér varð
starsýnt á Nuptse, hið 7.861 metra háa fjall
sem gnæfði yfir þorpinu. Litríkir steinar voru
allt um kring: hvítir, rauðir, grænir og svartir.
Þeir minntu á fjörugrjót, sem var kannski
ekki út í hött þar sem Himalaja-fjöllin voru
eitt sinn á sjávarbotni. Nú tók að næða um
mig og þokuslæður nálguðust óðfluga. Eða
var ég kannski komin upp fyrir skýin?
Gististaðurinn minn hét þrátt fyrir allt
,Above the Clouds“ - „Skýjum ofar“.
VINDBLÁSIN SÆLA
Ræs kl. 5:30 - við áttum langan og spenn-
andi dag fyrir höndum. Yfirleitt voru
morgnarnir lygnir, en ekki í þetta sinn.
ískaldur vindurinn næddi í gegnum merg og
bein og þótt sólin væri komin upp náðu
geislar hennar ekki til skuggadalsins sem við
gengum um. Eftir morgunmat í Gorak
Shep, síðasta gistimöguleika fyrir grunn-
búðirnar, héldum við ótrauð áfram. Sólin var
tekin að verma, en það var ennþá hvasst. Ég
gerði hlé á göngunni til að fara í hlífðarbux-
ur, en í því tók jakuxahjörð fram úr okkur.
Gore vildi ólmur komast fram úr henni aftur,
sem ekki var hægur leikur á þröngum stígn-
um. A endanum tók hann á sprett upp
grýtta hlíð og ég reyndi að halda í við hann.
Það hafðist, en ég stóð gjörsamlega á önd-
inni.
Sem betur fer var ekki mikið um brekkur
það sem eftir lifði ferðar og bjöllurnar í jak-
uxunum ráku okkur áfram. Ægifagur jökull
með stórbrotnum ísmyndunum blasti við
okkur og enn fleiri fjallstindar komu í ljós.
Þó ekki Everest. Hæsta fjall heims sést ekki
frá þessu sjónarhorni; það er á bak við fjall-
garð handan grunnbúðanna. Frá Gorak
Shep er hægt að ganga á hæð sem kallast
Kala Patthar og þaðan mun vera stórkostlegt
útsýni yfir Everest, en ég lét mér grunnbúð-
irnar nægja.
Allt í einu veifaði Gore höndum og
hoppaði upp og niður. Ég skildi ekki hvaða
æsingur þetta var fyrr en ég tók eftir bæna-
fánum og áletruðum steini: „Everest Base
Camp - 5.364 m“ stóð þar. Við vorum
komin á leiðarenda. 1 fjarska glitti í gul
tjöld; fyrsti fjallaleiðangur sumarsins var
mættur. Og tilfmningin? Ég hafði sett mér
markmið og staðið við það, ég hafði gengið
lengra og hærra en ég hélt ég gæti, en þó
ekki fram af mér. Ég var bókstaflega í
skýjunum.
En sælan var skammvinn. Eftir mynda-
töku, súkkulaðistykki og leit að fallegum
steini til að hafa með heim sem minjagrip
rak vindurinn okkur til baka til Lobuche.
Niðurferðin gekk fljótt og vel og ég var hissa
á því hversu mjög hafði hlýnað á þessum fáu
dögum; alparósirnar voru meira að segja
farnar að springa út. Á leið niður tröppurnar
óendanlegu frá Namche Bazaar brosti ég
hughreystandi til þeirra sem voru á leið upp,
móðir og másandi. „Þetta er erfiðasti dagur-
inn,“ fullvissaði ég þau um. Miðja vegu niður
hlíðina gengum við fram á útsýnispall sem
við höfðum ekki tekið eftir áður. Á milli
trjánna blasti Everest við í öllu sínu veldi.
„Vertu sæl, Sagarmatha," hugsaði ég og hvarf
aftur til hversdagsleikans. SKV
40 SKÝ 2. tbl. 2012