Ský - 01.04.2012, Blaðsíða 31

Ský - 01.04.2012, Blaðsíða 31
Þau lifa draum sinn við ysta haf Þau Rannveig og Óli í Skálanesi við Seyðisfjörð eru kraftmikil hjón. Þau reka ferðaþjónustu, búskap og rannsóknir. Framleiða gæðasængur. Stunda þýðingar og ritstörf. Rannsóknir fyrir menningarleg söfn. Um eitt hundrað útlendingar koma til þeirra á hverju ári til dvalar um lengri eða skemmri tíma. TEXTl: STEINUNN ÁSMUNDSDÓTTIR MYNDIR STEINUNN ÁSMUNDSDÓTTIR OG ÓLAFUR ÖRN PÉTURSSON S hinum mikla menningar- og athafnabæ Seyðisfirði austanvert á Islandi stendur háreist gamalt hús og teygir sig til him- ins líkt og bæjarfjallið að baki þess. I húsinu búa ung og vörpuleg hjón, þau Rannveig ÞórhaUsdóttir og Olafirr Örn Pétursson með 5, 7 og 14 ára gömul börn og virðu- legan labradorhund. Það er óhætt að segja að þau hafi með framsýni, dugnaði og töluverðri djörfung rennt stoðum undir eigin afkomu og byggt hana á gildum sem þeim eru dýrmæt í leik og starfi. Rannveig og Óli eiga í félagi við fleiri jörðina Skálanes, sem liggur á ysta annesi austanvert í Seyðisfirði, um 15 km frá kaupstaðnum. I Skálanesi hafa þau sl. 7 ár rekið náttúru- og menningarsetur, þar sem tvinnast saman ferðaþjónusta, rannsóknir á náttúru og menningu og umhverfisvernd. Auk þessa stofnaði Rannveig og rekur fyrirtækið Sagnabrunn, sem annast þýð- ingar, ritstjórn, útgáfu, verkefnastjórn, ráð- gjöf og varðveislu munnlegra sögulegra heimilda. „Ég hafði áhuga á Skálanesi löngu áður en við keyptum jörðina, enda kallast stað- urinn £ mörgu tilliti á við Oddsstaði á Mel- rakkasléttu, þar sem ég á mínar rætur,“ segir Óli. „A Oddsstöðum hefur verið æðarvarp kynslóðum saman og ég hafði séð slíkt fýrir mér í Skálanesi, enda var reki og mikið fuglalíf líkt og á Oddsstöðum.“ Þegar jörðin var nokkuð óvænt auglýst til sölu árið 2005 höfðu Rannveig og Óli hraðar hendur, söfnuðu liði og keyptu hana. Hann var þá nýútskrifaður landfræðingur, með lokaritgerð upp á vasann um mismun- andi útfærslur á þjóðgörðum á heimsvísu, hreindýraleiðsögumaður og reyndur í ferðaþjónustu innanlands sem utan. „Ég var þarna nýbúinn í Háskólanum og hafði verið langánægðastur með þá kúrsa sem buðu upp á vettvangsferðir og rann- sóknir. Ég hugsaði þvf að við gætum, auk æðarvarps og ferðaþjónustu, tekið á móti rannsóknahópum sem gerðu eitthvað svip- að. I náminu hafði ég orðið þess áskynja að mjög hallar á Austurland, a.m.k. í saman- burði við suðvesturhornið, hvað varðar magn og gæði gagna er tengjast náttúru- fræði og umhverfi okkar í fjórðungnum. Að breyta því skiptir afskaplega miklu máli ef við ætlum að taka vel ígrundaðar ákvarðanir um umhverfi okkar eða hrein- lega gera okkur grein fyrir hvað við höfum í hendi sem við gætum í framtíðinni nýtt sem auðlind.“ I Skálanesi hafa verið sett fram hug- myndafræði, vinnulag og reglur í rann- sóknavinnu. Rannveig og Öli völdu þá leið að einkafriðlýsa Skálaneslandið (Family Run Nature Reserve), og hafa eigin um- hverfisstefnu og rannsóknaáætlun. Sjálf- bærni er leiðarhnoð í Skálanesi og nú er svo komið að Óli hefur nokkrar áhyggjur af því hversu staðurinn krefst mikils, svo sem fæðu og eldsneytis, sbr. að verið er að fljúga með um eitthundrað manns á ári erlendis frá til að dvelja um lengri eða skemmri tíma. „Við erum að leggja drög að því að setja upp markvissan landbúnað nærri húsunum, sem getur skilað einhverju inn í staðinn sem virkilega skiptir máli.“ Oft hef ég fengið þakkarbréf frá fólki sem segir að eftir að það var hjá okkur hafi það fengið ástríðu fyrir náminu sínu og einkunnir orðið það góðar að fengist hafi námsstyrkir til að fara í masters- eða doktorsnám. 2. tbl. 2012 SKÝ 31

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.