Ský - 01.04.2012, Blaðsíða 35
„Þetta er gríðarleg áskorun og mjög ögr-
andi verkefni að.takast á við,“ segir Ragnar.
„Þátttakendur þurfa að vera í góðu formi, en
það sem mest er um vert er hugarfarið.
Gangan tekur heilan sólarhring, 48 kíló-
metra hækkun er á leiðinni sem er um það
bil 4.500 metrar. Þetta er því mjög krefjandi
ganga þannig að menn verða að hafa mikla
trú á sjáfum sér.Trúa því að þeir geti þetta,“
segir Ragnar.
UM 500 ÞÁTTTAKENDUR FRÁ UPPHAFI
Björgunarsveitin Súlur á Akureyri er göngu-
mönnum til halds og trausts og heldur utan
um öryggismálin. Glerárdalshringurinn
hefur með árunum skipað æ stærri sess í
hugum ijallgöngumanna og er einn af há-
punktum sumarsins á þeim vettvangi. Hún
verður nú á komandi sumri haldin í áttunda
sinn eða þann 7. júlí. I fyrra tóku um 80
manns þátt í Glerárdalshringnum, þeir hafa
mest verið um 140 talsins eitt árið, en alls
hafa um 500 manns tekið þátt frá upphafi.
Áhugasamir geta kynnt sér fyrirkomulagið
og skráð þátttöku á vefsíðu félagsins,
24X24.is.
HEFUR LAGT AÐ BAKI
ÖLL FJÖLL VIÐ EYJAFJÖRÐ
I kringum þessa göngu hefur myndast kjarni
fólks sem saman gengur á fjöll, einkum í
Eyjafirði og á Mið-Norðurlandi en stundum
er farið lengra. Árlega að vorlagi heldur
hópurinn á svæði í norðanverðum Vatnajökli,
Kerlingafjöll voru heimsótt í fyrrasumar og
gengið á sjö tinda eina helgi. Þá má nefna að
Ragnar hefur gengið sex sinnum á Hvanna-
dalshnjúk. HelgarijaLlgöngur hópsins taka
yfirleitt um 10-12 klukkutíma. „Ég segi nú
stundum að okkur þykir ekki taka því að
reima á sig skóna fyrir minna en 10 tíma,“
segir Ragnar og hlær hressilega.
Hann hefur svo dæmi sé tekið gengið á
hvert einasta fjall í Eyjafirði, allt frá innstu
dölum og út með firði til sjávar, beggja vegna
og á marga tinda hefur hann stigið fæti oftar
Hópurinn í Lofthelli í Mývatnssveit á liðnu hausti,
frá vinstri í efri röð eru Katrín Ólafsdóttir, Ragnar
Sverrisson, Hrefna Bára Guðmundsdóttir, Mette
Lybæch og Lína Jónsdóttir, en í þeirri neðri frá
vinstri, Viðar Sigmarsson, Ólafur Sverrisson og
Ólafur Stefánsson.
en einu sinni. „Ég held áfram svo lengi sem
ég hef heilsu og þrek til,“ segir Ragnar og
kveðst rétt vera að byrja. SKY
ÆVINTYRAFERÐIR
TIL FJALLA ARID UM KRING
Sigurður Baldursson á Akureyri
stofnaði fyrirtækið Extreme
lcelandic Adventures árið 2009
og hefur smám saman verið að
byggja það upp. Fyrirtækið sérhæfir
sig í ævintýraferðum ýmis konar
upp til fjalla einkum þó og sér í lagi í
Glerárdal og í kringum Súlur. Hann
hefur yfir að ráða öflugum fjalla-
trukk, snjósleðum og aftaníkerrum.
Sigurður, gjarnan nefndur Siggi
Bald, hefur komið sér upp bækistöð
í gömlum vigtarskúr í Glerárdal, þar
sem áður voru sorphaugar og hefur
áform um uppbyggingu á þeim
slóðum.
Sigurður Baldursson, eigandi Extreme, við 16 manna fjallatrukk
sinn sem hann setti saman sjálfur úr tveimur Benz Unimog bílum.
Sigurður hefur farið til fjalla frá blautu
barnsbeini, hann ólst upp við fjalla-
ferðir með foreldrum sínum og
þekkir hálendið eins og lófann á sér. Hann
er einn þekktasti fallhlífastökkvari landsins
og hefur m.a. verið oft á Flórída í Banda-
ríkjunum þar sem hann stundaði fallhlífa-
stökk en einnig bjó hann um árabil í
2. tbl. 2012SKÝ 35