Ský - 01.04.2012, Blaðsíða 24

Ský - 01.04.2012, Blaðsíða 24
€> FRÁ DAl.VÍK: HEIÐAR HELGUSON ER f Þ RÓTTAMAÐ U R ÁRSIN S Iþróttamaður ársins, Heiðar Helguson, fæddist á Dalvík árið 1977 og var átta ára þegar hann fór að æfa fótbolta með UMFS. Fótboltavöllur liðsins í heimabænum var fastur liður í lífi hans næstu árin og hann var 15 ára þegar hann tók þátt í sínum fyrsta meist- araflokksleik. að leita sér að rólegri vinnu. Örlögin höguðu því þó þannig að hann sam- þykkti að koma fram með galdramanni, hann vann sem næturvörður og veiði- eftirlitsmaður. Hann hélt síðan til Kaupmannahafnar þar sem hann útvegaði sér kvikmyndir svo sem fráTívolí og dýragarðinum en hélt svo aftur heim og fór að sýna löndum sínum myndir frá herraþjóðinni fyrrver- andi. Sýningarnar urðu 76 og græddi Jóhann á þeim. Málin þróuðust þó ekki eins og hann hafði vonað hvað annan atvinnurekstur snerti og flutti Jóhann til Bandaríkjanna árið 1948. Hann var með samning við stærsta fjölleikahús heims, Ringling Brothers og Barnum & Baily Circus, og varð vel þekktur í fjölleikahúsheiminum. Sirkus- stjórar og framkvæmdastjórar ýmiss konar hátíða leituðu til hans og í nokkur ár kom hann fram hjá Royal American fjölleika- húsinu. Jóhann hafði þó yfirleitt ekki launavinnu á veturna og mörgum stund- um dvaldi hann í húsvagni sem hann átti. Jóhann keypti lítinn landskika árið 1961 og byggði síðar hús á lóðinni: Eitt svefnherbergi, baðherbergi og geymsla. Hann ákvað að setja upp eigin sýn- ingu. Keypti tveggja tonna trukk, ljósa- búnað, hljómflutningstæki og fleira. Hann nefndi sýninguna Viking Giant eða Víkingarisann og var einn á sviðinu, klæddur að víkingasið. Hann kom ekki bara fram á þessum sýningum heldur seldi miða, tók allt saman. Þetta reyndi á og hann var tekinn að þreytast. Síðasta sumar Jóhanns í sirkusheiminum var sumarið 1972. Jóhann fór til Islands sumarið 1975 til að láta íslenska lækna líta á sig. Hann útskrifaðist af spítalanum vorið eftir og fór þá á Reykjalund. Ekki ætlaði hann að ílendast á íslandi heldur var ætlunin að fara til Flórída. Hann hélt aftur vestur. Heilsan versn- aði næstu árin og flutti hann heim nokkr- um árum síðar. Hann dvaldi á bæklunar- deild Landspítalans í hálft annað ár og síðan á dvalarheimili aldraðra á Dalvík veturinn 1983. Jóhann lést tæpu ári síðar; 71 árs að aldri. SKÝ eir sem fylgdust með unga manninum á vellinum sáu margir að þarna var hæfl- leikaríkur maður. Hann vissi hvað hann vildi, flutti til Reykjavíkur þar sem hann spilaði með Þrótti í þrjú ár og síðan tók atvinnumennskan við. Heiðar lék með Lilleström í eitt ár. Þar var stofnaður aðdáendaklúbbur, Helguson- sons. Heiðar fluttist til Englands árið 2000 og spilaði með Watford í sex ár; þangað var hann keyptur fyrir metupphæð, 1,5 milljón punda. Hann spilaði með Fulham í tvö ár, Bolton Wanderers í tvö ár og síðan hefur hann leikið með enska úrvalsdeildarliðinu Queens Park Rangers en hann átti stóran þátt í að koma því liði í úrvalsdeildina á ný á sínum tíma. Heiðar er í hópi mestu íslensku marka- skoraranna og hefur honum tekist að skora rúmlega 100 mörk í sömu deildarkeppn- inni. Hann hefur spilað með íslenska lands- liðinu undanfarin ár og skorað 12 mörk í 55 leikjum. Heiðar var kjörinn íþróttamaður ársins í janúar síðastliðnum, sem Iþróttasamband Islands og Samtök íþróttamanna standa fyrir. Ömar Smárason hjá KSl segir um Heið- ar: „Hann er einn af þessum leikmönnum sem allir áhorfendur elska. Hann er gríðar- lega vinnusamur, ósérhlífinn og drífandi og kann ekki annað en að berjast af mikilli grimmd allan leikinn. Þó svo hann spili jafnan af mikilli hörku og láti andstæðinga sína finna duglega fyrir því í tæklingum og skallaeinvígjum þá er hann líka marka- skorari og hefur eiginleika sem allir þjálfarar leita að, týpa af leikmanni sem allir þjálfarar vilja hafa í sínu liði. Hann er svokallaður „target senter", vill fá boltann í fæturna og skila honum til samherja eða fá boltann með fyrirgjöf inn í vítateig þar sem hann getur skallað boltann eða fleygt sér á hann til að reyna að koma honum í markið. Heiðar er mikill liðsmaður og spilar alltaf fyrir liðið, fyrir heildina. Loks er Heiðar mjög heiðarlegur leikmaður og frábær fyrir- mynd fyrir íþróttina.“ SKÝ Heiðar Helguson frá Dalvík er íþróttamaður ársins og einn mesti markaskorari sem ísland hefur átt. Hann er einn af þessum leikmönnum sem allir áhorfendur elska. Vinnusamur, ósérhlífinn og drífandi. UMFS, Þróttur, Lilleström, Watford, Fulham, Bolton Wanderers og Queens Park Rangers. Heiðar Helguson er íþróttamaður órsins 2011. 24 ský 3 tbi. 2011

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.