Ský - 01.08.2013, Blaðsíða 6

Ský - 01.08.2013, Blaðsíða 6
Útgefandi: Heimur hf. Ritstjórar og ábyrgðarmenn: Benedikt Jóhannesson og Jón G. Hauksson. Útlitshönnun: Ágústa Ragnarsdóttir - argh ehf. Ljósmyndir: Geir Ólafsson, Páll Stefánsson, Páll Kjartansson ofl. Blaðamenn/greinarhöfundar: Eirik Sördal, Erla Gunnarsdóttir, Gísli Kristjánsson, Hilmar Karlsson, Kristinn J. Arnarson, Páll Ásgeir Ásgeirsson, Ragnheiður Þórdls Gylfadóttir, Solveig Jónsdóttir, Svava Jónsdóttir og Vigdís Stefánsdóttir. Auglýsingastjóri: Inga Halldórsdóttir Prentun: Isafoldarprentsmiðja hf. Heimur hf. - Öll réttindi áskilin. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Heimur hf. Borgartúni 23,105 Reykjavfk. Sími: 512-7575. Hvað finnst þér? að er vandlifað. Þegar góðærið og útrásin stóðu sem hæst voru þeir sem töldu að eitthvað væri bogið við þá velgengni taldir leiðindapúkar. í búsáhaldabyltingunni svonefndu byggðust mótmælin m.a. á því að henda málningu og eggjum í Alþingishúsið, sameign þjóðarinnar og táknmynd lýðræðisins. Sumir réðust á lögregluþjóna sem höfðu ekkert til saka unnið nema vinna sitt starf að gæta lýðræðislega kjörinna fulltrúa. Við fáum að segja okkar skoðun á mönnum og málefnum í kosningum til Alþingis á ijögurra ára fresti, en margir fyllast nær samstundis samviskubiti yfir sínu vali. Við berum samt ábyrgð á okkar atkvæði, en berum við einhverja ábyrgð á því hvað hinir kjósa? Svona vangavelmr fylgja lýðræðinu. Öðru hvoru er efnt til undirskriftasafnana um hin og þessi mál- efni. Smndum eru þær um meginmál sem hafa áhrif á alla þjóðina, en oft um atriði sem litlu skipta og erfitt er að vera á móti. Hver styður ekki bættan hag sjúklinga eða aldraðra? Mesm máli skiptir hver er viljugur að borga til þess að bæta aðstöðu þeirra.Tugir þúsunda vildu reisa styttu af Helga Hóseassyni þegar safnað var undirskriftum, en fáir voru til í að borga þúsund krónur til þess að koma þessum merka Islendingi á stall. Spyrlar spyrja um afstöðu til alls milli himins og jarðar; einstakra bíla, stjórnmálamanna, sáputegunda og banka. Hvort hefurpú jákvœða eða neikvœða afstöðu tilX? dynur á þeim sem hættir sér í símann. Hann reynir að svara, hvort sem hann hefur velt X fýrir sér eða ekki. X getur verið málefni, maður eða málning. Afstaða almennings skiptir máli og þess vegna reyna menn að hafa áhrif á afstöðuna í því hvernig spurningin er orðuð. Niltu kaupafót sem eru framleidd af barnaprœlkunarfyrirtœki? Hver vill það? Svo væri hægt að spyrja: Viltu kaupafót afframleiðanda sem útvegarfátakum börnum vinnu, bórnum sem ella myndu svelta? Ekki er ólíklegt að umorðun hefði áhrif á niðurstöður. Nú er komin upp ný tegund af skoðanakönnunum. Löggæslu- menn og dómarar eru farnir að spyrja vitni: Telurpú aðpetta eða hitthafi verið eðlilegt? Vitnin eiga samkvæmt almennu réttarfari að gefa upplýsingar um staðreyndir máls, en ekki segja hvað þau hefðu gert, ef þau hefðu þurft að taka ákvörðun, einhvern tíma fýrir löngu. Sumir falla í gildruna, en rétta svarið í þessu tilviki er einfaldlega: Það kemur málinu ekki við hvað mérfinnst. Benedikt Jóhannesson 6 SKÝ 4. tbl. 2013

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.