Ský - 01.08.2013, Blaðsíða 17
Ég var mjög lélegur á trommurnar, kunni ekki
neitt og lærði ekkert, en það sem gilti var að vera í
hljómsveit.
möguleikum á dreifmgu, óralangt inni í
framtíðinni. Það voru ekki margir mögu-
leikar til að nálgast það sem var að gerast
úti í heimi.
FRUMSTÆÐAR UPPTÖKUR
„Við tókum tónlist upp úr Kananum á
segulbönd og svo voru upptökurnar spil-
aðar í partíum," segir Gunnar. Þannig
barst þessi nýja og háskalega tónlist milli
unglinga í KefLavík og þar sem Kaninn
náðist.
Upptökur fóru þannig fram að hljóð-
nema var haldið við hátalara útvarpsins og
svo kveikt á upptöku þegar spennandi lög
voru leikin. Þetta þekkja allir sem komnir
eru til vits og ára. Þetta voru You-tube og
„streaming" eftirstríðsáranna.
„Hljómgæðin voru auðvitað ekki merki-
leg en það gerði ekkert til. Tónlistin komst
til skila,“ segir Gunnar.
Gunnar segir líka að ekki sé allt gott
sem hann tók upp sjálfur í stúdíói. „Sem
betur fer gleymist það lélega en af þessum
650 tónsmíðum sem ég hef sent frá mér er
ekki allt merkilegt,“ segir Gunnar. Hann
segir að undirbúningur hafi oft ekki verið
nægur og lítill tími farið í upptökur.
„Þegar við tókum upp í útvarpinu varð
stundum allt að vera búið fyrir lestur frétta.
Hljómsveitin mætti bara, spilaði lögin „live“
og það var látið gott heita,“ segir Gunnar.
HUGURINN HEIMA Á HÓLMAVÍK
En þetta er liðin tíð og Gunnar er líka
löngu hættur að leika fyrir dansi. Hann
hyggst hins vegar halda áfram að semja og
spila svo lengi sem nokkurt líf er í honum!
Hann segist gjarna fara norður á
Hólmavík til að „hlaða batteríin". Þar
hefur hann gert upp gamla æskuheimilið,
timburhús reist árið 1913 úr innfluttum
norskum viði, sem var orðið allhrörlegt
þegar hann keypti það. Norskur krónu-
peningur frá 1910 valt út þegar klæðningin
var tekin af.
„Viðirnir voru ófunir nema aðeins undir
gluggum," segir Gunnar og hugurinn er
greinilega á Hólmavík - ekki bara í húsinu
heldur líka til að komast í ber. Það eru góð
berjalönd í Steingrímsfirðinum. SKÝ
Funky, fresh
and full of flavour!
WWW.rUD23.iS
6
5
1
2
B
RUB , | Aðalstræti 2 | 101 Reykjavík
Phone: +354 553 5323 I reykjavik@rub23.is
RUB | Kaupvangsstræti 6 | 600 Akureyri
Phone: +354 462 2223 | rub23@rub23.is
4. tbi. 2013 SKÝ 17