Ský - 01.08.2013, Blaðsíða 16

Ský - 01.08.2013, Blaðsíða 16
Rokk“, einn þeirra. Gunnar vann með Rúnari í alls 27 ár en hann er nú horfinn yfir móðuna miklu. „Þetta var eins og hjónaband hjá okkur,“ segir Gunnar. Gunnar segir að þjóðsagan um að hann hafi séð baksvipinn á Rúnari í bíó og þótt hann bassaleikaralegur sé ekki rétt: „Við Rúnar vorum vinir alveg frá því að ég kom frá Hólmavík í barnaskólann í Keflavík átta ára gamall. Við vorum í sama bekk allan barnaskólann og gagnfræðaskólann og síðan saman í hljómsveit. Þannig var gangurinn en ég kenndi Rúnari að spila á bassann áður en hann gekk í Hljóma," segir Gunnar. „Hann var fljótur að læra en svo feiminn að hann sneri í fyrstu baki í áheyrendur og las hljómana sem ég hafði skrifað á blað fyrir hann um leið og hann spilaði. Þannig er þessi saga um baksvipinn kannski til- komin. Fyrst þekkti fólk bara Rúnar á bak- svipnum,“ segir Gunnar. FJÓRÐI MAÐUR í TRÍÓI Gunnar og fleiri tónlistarmenn fylgdust að í Hljómum og Trúbroti og síðar í Ðe lónlí blúbojs og fleiri sveitum. Þetta var bæði þróuð rokktónlist, létt sveitatónlist og alveg yfir í diskó. Plötur voru gefnar út, m.a. tvær umtal- aðar með Trúbroti, en samt urðu afköstin ekki mest í útgáfum með þessum hljóm- sveitum Gunnars. Hann varð fjórði maður í Ríó-tríóinu, setti út lög þess og lék á gítar. Ur þessu efni með Ríó urðu til alls sautján hljómplötur og þótt Gunnar hefði lengi atvinnu af að leika fyrir dansi lék Ríó-tríó aldrei á balli. „Þeir í Ríó-tríóinu voru skemmtikraftar um leið og þeir voru tónlistarmenn. Þetta var eins konar blanda af uppistandi og þjóðlagarokki og var ótrúlega vinsælt," segir Gunnar. UPPHAF ALLS í KANANUM Gunnar hefur þannig lagt fyrir sig flest afbrigði dægurtónlistar. En þótt afbrigðin séu mörg er upphafið bara eitt. Það er Kaninn. Utvarpsstöð varnarliðsins á Kefla- víkurflugvelli flutti það nýjasta sem var að gerast í heimi dægurtónlistar. Þetta var tónlist sem var á banniistum útvarpsstöðva um alla Evrópu og þótt víðar væri leitað. Tónlistin tryliti ungdóminn og gróf undan tónlistaruppeldinu og varð til þess að ungir strákar neituðu að láta skerða hár sitt. Þetta var þegar breska bítið og ameríska hippatóniistin voru að ryðja upphaflega rokkinu frá. Það var vissulega hægt að nálgast þessa tónlist á plötum en þær voru fáséðar í herbergjum unglinga og netið, með ótal i SÍl SLrf-i LEIKFELAG AKUREYRAR ATVINNULEIKHÚS í 40 ÁR miðasölusími 4 600 200 www.leikfelag.is BLAKKAT Gestasýning SEGÐU MÉR SATT Gestasýning SEK Nýtt íslenskt verk LÚKAS Gestasýning DANSAÐU FYRIR MIG Gestasýning GULLNA HLIÐIÐ Afmælissýning L.A LÍSA OG LÍSA Nýtt írskt verk • • Sýnt í Samkomuhúsinu 6., 13., 14., 19. og 20. sept. SÖNGUR HRAFNANNA í samvinnu við Útvarpsleikhúsið og Minjasafnið á Akureyri HÆTTUFÖR í HULIÐSDAL Nýtt íslenskt barnaleikrit - gestasýning Sýnt í Rýminu 7. september Frumsýnt í Samkomuhúsinu 4. október M Sýnt í Rýminu 22. og 23. nóvember Sýnt í Rýminu 13. og 14. desember Frumsýnt í Samkomuhúsinu í 17. janúar Frumsýnt í Rýminu 14. febrúar Frumsýnt í Davíðshúsi 1. mars Sýnt í Rýminu 27. - 29. mars og 4.-5. apríl Frumsýnt í byrjun apríl í Rýminu 6 illHBnliiliHBnllrimj IfílnlfillftBnllTTllnBnllnlnlulfcnlblrl I 1—1---1 1 I I A T 1 I I T T 4 16 SKÝ 4. tbl. 2013

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.