Ský - 01.08.2013, Blaðsíða 21
blundar í okkur og hefur meiri og dýpri
áhrif á okkur en við gerum okkur grein
fyrir. Ottinn er ekki góður stjórnandi.
Zen hefur haft mikil áhrif á list og
hönnun. I einfaldleika sínum dregur Zen
fram kjarna tilverunnar á skýran og
áhrifaríkan hátt.
Þegar mikið rými er í tónlist fær hver
nóta aukið vægi og tónlistin verður oft
áhrifameiri fýrir bragðið. Þegar ég var
ungur fannst mér hins vegar aðalmálið
vera að spila sem hraðast; því fleiri nótur,
því betra.“
TÓNHEIMAR
Eftir að Astvaldur kom heim frá námi
fannst honum að rytmískri tónlist væri
ekki gert nægilega hátt undir höfði í hefð-
bundnum tónlistarskólum og að úr því
þyrfti að bæta. Hann taldi þá leið jafngóða
og þá klassísku. Hann stofnaði, ásamt
Þeir sem voru á bænum
hverju sinni voru gjarnan
settir á það hljóðfæri
sem þurfti að manna og
sagt að spila og auðvitað
allt eftir eyranu því
engar nótur voru til af
lögunum.
eiginkonu sinni Gyðu Dröfn, tónlistarskól-
ann Tónheima þar sem áhersla er lögð á
rytmíska tónlist, skapandi hugsun og
spuna. Ekkert aldurstakmark er í skólann
og eru nemendur á öllum aldri, yngstu
nemendurnir eru sex ára og þeir elstu um
og yfir áttrætt.
„Kennslan er einstaklingsmiðuð og
ánægjan er markmiðið. Ef nemandi er
ánægður er það ávísun á betri árangur.
Hver og einn stundar námið á eigin
forsendum og hraða. Margir sem ekki hafa
fimdið sig í hefðbundnu námi hafa náð að
blómstra hjá okkur sem er okkur mikil
hvatning.“
ÚTGÁFAN
Auk þess að reka tónlistarskólann og sinna
kennslu hefur Ástvaldur gefið út tvær
kennslubækur í rytmískum píanóleik. Þær
heita Hljómar í bókstaflegum skilningi I
ogll.
Fyrir þremur árum gaf hann út
geisladiskinn Hymnasýn en þar hljóma
aldagamlir sálmar í nýstárlegum útsetn-
ingum fyrir djasspíanótríó. Haft hefur
verið á orði að þar komi saman hinn full-
komni bræðingur: Zen-prestur að spila
kristna sálma í djassútsetningum. SKV
SYNTI
ELDBORG
IHÖRPII
Hanna Dóra Sturludóttir ■ Sesselja Kristjánsdóttir - Kolbeinn Jón Ketilsson
Garðar Thór Cortes - Hrólfur Sæmundsson - Kristján Jóhannesson
Hallveig Rúnarsdóttir - Þóra Einarsdóttir ■ Bjarni Thor Kristinsson
Viðar Gunnarsson - Lilja Guðmundsdóttir - Valgerður Guðnadóttir
Snorri Wium - Ágúst Ólafsson - Jóhann Kristinsson
Kór og hljómsveit íslensku óperunnar
Hljómsveitarstjóri: Guðmundur Óli Gunnarsson ■ Leikstjóri: Jamie Hayes
Leikmynd: Will Bowen - Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson
Búningar: Helga I. Stefánsdóttir
EFTIR
GEORGES BIZET
SYNINGARDAGAR:
Frumsýning: 19. 10. 2013
2. sýning: 25. 10. 2013
3. sýning: 2. 11. 2013
4. sýning: 10. 11. 2013
5. sýning: 16. 11. 2013
6. sýning: 23. 11. 2013
WWW.OPEM.IS
4. tbl.2013 SKÝ 21