Ský - 01.08.2013, Blaðsíða 9
Taka sénsinn
og vera stórhuga
Guðmundur Jörundsson fatahönnuður opnaði sína fyrstu verslun í vor. Hann leggur
áherslu á góð snið og vönduð efni og stefnir á að selja fötin erlendis og að opna síðan
JÖR verslanir í öðrum löndum í framtíðinni.
VIÐTAL: SVAVA JÓNSDÓTTIR MYND: GEIR ÓLAFSSON
Guðmundur Jörundsson hóf störf
hjá Herrafataverslun Kormáks og
Skjaldar þegar hann var 19 ára.
Hann vann þar í sex ár og á þeim tíma
stundaði hann jafnframt nám í fatahönnun
við Listaháskóla Islands. Hann hannaði
fyrir verslunina á þessum árum og má
segja að hugmyndaflugið hafi fengið að
njóta sín.
Guðmundur útskrifaðist fyrir tveimur
árum og í fyrra stofnuðu þeir Gunnar Örn
Petersen lögfræðingur merkið JÖR. Þeir
fóru fljótlega að undirbúa framleiðslu á
herrafatnaði með því að finna fjárfesta og
fjármagn.
„Algengast er að fatahönnuðir selji
hönnun sína beint í verslanir en við vildum
opna eigin verslun. Við vildum þess vegna
þróa merkið áður en að því kæmi. Við
fengum englafjárfesta til að byrja með -
vini og fjölskyldur - til að koma þessu af
stað. Svo lögðum við allt undir, tókum lán
og þurftum að vinna í hálft ár án þess að
vera með neitt tekjustreymi. Það gekk vel
og var líka ótrúlega skemmtilegt ferli.
Það sem hjálpaði mér mest er að vera
ekki hræddur við að gera hlutina og taka
sénsa; vera frekar stórhuga. Eg treysti
fólki og deili verkefnum en ég held að það
skemmi fyrir fólki þegar það er að reyna
að stjórna öllum smáatriðum. Ég reyni
að leggja áherslu á heildarmyndina og að
keyra hlutina áfram.“
Hvernig var það fyrir fatahönnuð - sem
reyndar hafði kynnst verslunarheiminum
hjá Kormáki og Skildi - að fara út í eigin
rekstur? „Ég var mjög inni í öllu hjá
Kormáki og Skildi varðandi rekstrar-
pælingar, svo sem að panta og verðleggja.
Svo hef ég og Gunnar Örn talað við marga
og lesið mikið. Ég hef lært mikið af því að
hitta fjárfesta, búa til viðskiptaáætlanir og
hvernig þetta fúnkerar allt. Gunnar hefur
náttúrlega þekkingu sem lögfræðingur en
maður er ennþá að læra hvernig á að
stjórna fyrirtæki. Þetta er orðið mjög stórt
batterí þannig lagað séð. Við erum með
fjóra starfsmenn og það vinna hérna fimm
nemar í fatahönnun í þrjá til sex mánuði í
einu. Svo erum við með mann sem stjórnar
vinnustofunni og heldur utan um
vöruþróun auk þess sem nemarnir eru líka
í því.
Þetta skiptist í tvennt; annars vegar
verslunarrekstur og hins vegar hönnunar-
fyrirtæki og framleiðslufyrirtæki. Þetta er í
rauninni tískuhús."
GÓÐ SNIÐ OG VÖNDUÐ EFNI
Augljóst er að hugmyndaflug Guðmundar
fær að njóta sín en hann segir að það sé
misjafnt hvaðan hann fær hugmyndir
þegar kemur að hönnuninni.
„Ég reyni að búa til nýjan heim fyrir
hverja línu og jafnframt að halda í eitthvað
sem merkið stendur fyrir. Hugmyndir
„Ég reyni að búa til nýjan heim fyrir hverja línu og
jafnframt að halda í eitthvað sem merkið stendur
fyrir. Hugmyndir koma alls staðar frá
- allt frá lífríkinu yfir í bíómyndir, arkitektúr, áferðir
eða hvað sem er.“
4. tbl. 2013 SKÝ 9