Ský - 01.08.2013, Blaðsíða 39
TONLIST
Grísalappalísa / Ali
Utgefandi: 12tónar
1860 / Artificial Daylight
Útgefandi: Eigin útgáfa
/ /
/ /
Vínylplatan liggur enn í öndunarvél undir vökulu auga plötusnúða og
sérvitringa. A meðan hafa lögin af konseptplötum verið stíuð í sundur og
velkjast nú um í kerfinu á ipod shuffle. Þær fá sjaldnast að hljóma í heilu
lagi lengur, plötur sem hverfast um sameiginlegt þema og hafa jafnvel
upphaf, ris og endi eins og góð gamaldags skáldsaga. Ali með hljóm-
sveitinni Grísalappalísu er einmitt slíkt verk og má mín vegna þegar fara
í sögubækurnar við hliðina á Sumar á Sýrlandi Stuðmanna. Frumraun
sveitarinnar stoppar í eitt af götunum sem maður vissi varla að þyrfti að
stoppa í. Hún er einhvers konar vorboði, eins og lagið Lóan er komin gaf
ádrátt um. Það er þétt keyrsla allt frá fyrstu tónum lagsins Kraut í G, sem líkt
og titillinn gefur til kynna sparkar í liggjandi Valgeir Guðjónsson og sækir
innblásturtil þýska Krautrokksins sem hljómsveitir á borð við Faustog NEU!
voru fánaberar fyrir, með þversagnarkenndum fjölbreytileika í síbylju. Og
það er hvergi slegið af, nema rétt til að byggja upp fyrir næstu roku með
formála lagsins Allt má (má út) og þannig hlykkjast þetta áfram með gítar,
bassa, trommum og saxófón sem kórónar allt. Tilvísunum er slengt hist
og her bæði í tónlistinni og textunum. Pönk og nýbylgjurokk er áberandi í
tónaflóðinu og ætli megi ekki segja að textarnir kinki helst kolli til Megasar
(eins og nafn sveitarinnar gefur til kynna) og Einars Arnar, þótt ótal margt
annað leynist í bræðingnum. Yrkisefnin eru heldur drungaleg og það má
lesa bugun og uppgjöf yfir meyjarmissi upphafslagsins sveiflast yfir í oflæti
og fíkniefnaneyslu þar sem Ijóðmælandi heldur „jól í nefinu" á sér í laginu
Fjallkirkjan og ekki laust við að maður fyllist skelfingu yfir aðförunum í Brost'
ekki ofbjart þarsem hlustandinn virðist hafa veriðdreginn inn í unglingapartý
eða tjald í Herjólfsdal (áður Atlavík) til að verða vitni að nauðgun.
Að hlusta á þessa plötu og sogast inn í heim hennar er eins og að fylgjast
með ofurviðkunnanlegum sýkópata sem virðir engin mörk og kann að spila
á tilfinningar (trommur og saxófón), slær frussandi reiðiköstum og sjálfs-
vígstilraunum upp í grín, slæmir svo til þess sem dirfist að hlæja að honum
en endar á því að hugga fórnarlamb sitt með kjánalegum barnagælum í
bundnu máli og ávinnur sér þannig meðvirkni og traust til þess að sér leyfist
að dansa áfram á borðstofuborðinu á meðan nágrannarnir liggja á bjöllunni
og húsráðandi skreppur í Ríkið fyrir hann. Ég fæ ekki séð hvernig mögulega
er hægt að orða það öðruvísi. Þessi plata er með því besta. SKV
Artificial Daylight er önnur skífa sveitarinnar1860 og fylgir eftir
frumrauninni Sagan, sem lenti á hlustum landsmanna fyrir
tveimur árum. Á henni var hið vinsæla lag Orðsending að
Austan með svo seiðandi mandólínleik að vart átti sér íslenska
hliðstæðu frá því að Nýdönsk „sáldraði brjáli" með laginu
Alelda og átti jafnauðvelt með að festast milli eyrna þeirra sem
til heyrðu. Segja má að 1860 sé hluti af bylgju íslenskra
þjóðlagapoppsveita og þjóðlagaáhrifin jafnvel meiri hjá henni
en flestum öðrum sem draga mætti í þann dilk. Á þessari plötu
gætir þessara róta þó í minna mæli. Búið er að fletja út óminn
af írskum þjóðlögum og sjómannavölsum með íslensku sniði.
Um leið og hljómurinn er að mörgu leyti fágaðri hefur áherslan
færst nær poppinu, sem þó hefur allbreiða skírskotun frá
sveitum sjöunda og áttunda áratugarins til okkar daga - frá
Fleetwood Mac til Fleet Foxes. Önnur áherslubreyting snýr að
textunum, en á Artificial Daylight fær íslenskan ekki að hljóma
nema sem heldur væmin skrauthvörf við enskan texta lagsins
íðilfagur og skemmtilegt stúdíóhjal. Hvort þessar breytingar
allar eru til góðs eða ills er vísast smekksatriði, en báðar flæða
plöturnar Ijúflega án þess að reyna mikið á hlustendur. Lögin á
þessari plötu eru vel upp byggð og hljóðfæraleikurinn sléttur
og felldur, en söngur og raddanir, aðalsmerki 1860, er límið
sem gerir heildina að vönduðu og fremur tímalausu
vinsældapoppi sem mér býður þó í grun að njóti sín enn betur
í ögn ófægðara formi á tónleikum sveitarinnar. SKÝ
TEXTI: EIRIK SÖRDAL
4. tbl.2013 SKÝ 39