Ský - 01.08.2013, Blaðsíða 24

Ský - 01.08.2013, Blaðsíða 24
Undanfarin ár hefur áhugi og þátttaka í fjallgöngum og útivist aukist hröðum skrefum og sífellt fleiri skilgreina útivist sem lífsstíl. A0 KOMAST ÁTOPPINN - OG HEIM AFTUR - UM EÐLI OG TILGANG FJALLAFERÐA OG ÚTIVISTAR TEXTI: PÁLL ÁSGEIR ÁSGEIRSSON MYNDIR MARKAÐSSTOFA SUÐURLANDS - SOUTH.IS Einu sinni leiddi ég hóp erlendra háskólanema um fjöll og firnindi Þórsmerkur. Þetta var snemma vors og hryssingslegt veður í Þórsmörk, tveggja til þriggja stiga hiti, strekkings- vindur og svolítil úrkoma. Seinni daginn sem við dvöldum í Mörkinni var gengið á Utigönguhöfða á Goðalandi en höfðinn sá blasir hvassbrýndur við íbúum í Langa- dal og virðist því óárennilegur tilsýndar. Við héldum engu að síður af stað og gengum á Utigönguhöfðann. Þangað upp er brattur stígur og á tveimur stöðum keðjur göngumönnum til stuðnings. Uppi á fjallinu er flatur kollur og þangað komu stúdentar vorir másandi og blásandi í nettri slydduhríð. Það vakti eðlilega nokkra undrun og áhyggjur leiðsögu- manna þegar ung stúlka í hópnum lagðist flöt á melinn með stóran stein undir höfðinu, sneri andlitinu upp í slydduna og steinsofnaði. Leiðsögumenn voru slegnir votti af felmtri og vöktu stúlkuna þegar í stað og spurðu um líðan hennar. í ljós kom eftirfarandi sjúkrasaga: Stúlkan var að jafnaði fremur kvíðafull en hélt kvíða sínum niðri með lyfjum hkt og margir gera á vorum dögum. Hún sá Utigönguhöfðann út um gluggann á svefnlofti sínu og kveið þessari fjallgöngu dálítið meira en öðrum göngum. Til þess að slá á þennan aukna kvíða fékk hún sér aukreitis skammt af sínu daglega lyfi seint um kvöld fyrir fjallgönguna. Um nóttina var hún samt andvaka af áhyggjum og 24 SKÝ 4. tbl. 2013

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.