Ský - 01.08.2013, Blaðsíða 30
blogg á heimasíðu fyrirtæk-
isins. Það er misjafnt hvað
hver bloggar um; það getur
verið allt frá tónlist yfir í mat
og kennileiti, hvar sé best að
gista, hvaða ferðir sé best að
fara í og hvort ákveðinn vegur
sé opinn á vissum árstíma.
Við setjum í raun og veru
engar skorður á það hver megi
taka þátt en viðkomandi þurfa
að vera hjálpsamir og veita
góðar upplýsingar ef til þess
kemur.“
A SAMNINGI HJA NEXT
Elmar segist hafa setið fyrir í
tengslum við auglýsingar frá
því hann var krakki.
Hann var settur á skrá hjá
Eskimo Models í hittifyrra og
þá byrjaði boltinn að rúlla.
Hann komst á samning hjá
fyrirsætuskrifstofunni NEXT
nokkrum mánuðum síðar en
um er að ræða eina stærstu
fyrirsætuskrifstofuna. Elmar
fór til New York í kjölfarið þar
sem hann dvaldi sumarið
2011.
„Eg var á þriggja mánaða ferðamanna-
visa í Bandaríkjunum. Síðan tók við
algengur hringur: Byrjað í New York og
síðan fór ég til Mílanó og loks til Parísar.
Ég var á hverjum stað í nokkra mánuði.
Ég flaug síðan nokkrum sinnum út
þegar ég var á 5. ári í læknisfræðinni en ég
sá að þetta gengi ekki upp. Ég reyndi að
púsla þessu saman en var með nagandi
samviskubit út af þessu öllu saman. Sér-
fræðingarnir og leiðbeinendurnir vissu af
þessu og ég held að þeir hafi litið undan
þegar ég hringdi nokkrum sinnum og
sagðist vera veikur.
Ég hef skorið þetta talsvert niður og vel
mér frekar verkefni í stað þess að láta
verkefnin velja mig. Ég er búinn að upplifa
allt sem mig langaði til að upplifa í þessum
Elmar er nú 28 ára og segist eiginlega vera orðinn of gamall í fyrirsætustarfið;
hann bendir á að flestar karlkyns fyrirsætur séu á aldrinum 18 til 26 ára og
síðan séu það eldri menn.
geira og hef búið þar sem mig hefiir langað
til að búa. Þetta var aldrei gert fyrir pen-
ingana eða frægð en ég hef hins vegar
alltaf haft gaman af að vera settur í að-
stæður þar sem ég þekki engan til að
kynnast nýju fólki.“
ER HANN SJÁLFUR
Elmar segist aldrei hafa dreymt um að
verða fyrirsæta né haft sérstakan áhuga á
tísku. „Ég hafði aldrei gert mér í hugar-
lund að þessi atburðarás myndi fara af stað
þegar það var hringt í mig frá Eskimo
Models. Mér fannst þetta vera svolítið
kómískt og skildi ekki hvar ég ætti heima í
þessum heimi. Þetta er auðvitað heimur
sem flestir hafa skoðun á og enn fleiri taka
þátt í með beinum eða óbeinum hætti.
Þarna gilda aðrar reglur og úthti og fegurð
er hampað á meðan annað
mætir afgangi. Þegar ég var
kominn til New York þá trúði
ég því eiginlega ekki að það
væri verið að borga mér fyrir
það sem ég var að gera. I raun
og veru gerði ég ekki neitt.
Ég var ekkert öðruvísi fyrir
framan myndavélina en þegar
ég sit hér. Ég veit ekki hvort
það hefur fleytt mér langt í
þessu að ég hef ekki reynt að
vera einhver annar en ég er.
Ég hef alltaf reynt að vera
ég-“
Hann vann fyrst í New
York í tengslum við mynda-
tökur fyrir tískutímarit og
endaði dvöl sína í New York
með því að taka þátt í tísku-
vikunni.
„Þetta byrjaði fyrir alvöru
að rúlla þegar ég flutti til
Mílanó en þá vann ég fyrir
merki sem ég þekkti sjálfur,
svo sem Hugo Boss, Diesel
og Roberto Cavalli. Það var
mjög gaman og skemmtileg
reynsla. Það var svolítið á
reiki hvort ég ætti raunverulega að gera
þetta eða hvort ég ætti að fá mér sumar-
vinnu hér heima eins og aðrir.“
Elmar segir að það sem hafi komið sér
mest á óvart sé hvað hönnuðir eru stress-
aðir á tískuvikunum. „Ég hafði séð stereó-
fypfska hönnuðinn í bíómyndunum sem
æsir sig en þetta er raunverulega svona og
þetta er lifibrauð þessa fólks. Það er
kannski ársvinna sem veltur á þessu eina
kvöldi og það verður allt að ganga upp.“
FEGURÐIN
Fjallað er reglulega um frægar fyrirsætur
sem fá vel borgað fyrir vinnu sína. Elmar
segir að allur peningurinn í bransanum sé í
rauninni á fárra höndum. „Ég hélt þegar
ég byrjaði að allt þetta fjármagn myndi
dreifast jafnar yfir hópinn. En þetta er
Móðir Elmars dó þegar hann var tíu ára. Hann var þá búinn að móta
sér hugmynd um að verða læknir. Hann gerir ráð fyrir að útskrifast sem læknir
fyrir áramót og þá tekur kandídatsárið við.
30 SKÝ 4. tbl.2013