Ský - 01.08.2013, Blaðsíða 46
HRÁEFNI:
• Lasagneplötur
• Rifinn ostur
• Parmesanostur
KJÖTSÓSA:
• 500 g nautahakk
• 2 dósir niðursoðnir tómatar
(með kryddi ef vill)
• Lítil dós tómatpúrra (70g)
• 5 sveppir
• U.þ.b. Vi epli (ég notaði gult)
• U.þ.b. Vz rauð paprika
• 2 gulrætur
• 5 hvítlauksrif
• V2 laukur
• Nokkur basilikublöð
• Óreganó
• Cayenne-pipar á hnífsoddi
• Paprikukrydd
• Salt og pipar
OSTASÓSA:
• Stór dós kotasæla
• Rjómaostur með hvítlauk
• Mjólktil að þynnaa
Lasagne er til í óteljandi útgáfum. Ég hef skoðað fjölmargar uppskriftir að þessum vinsæla
rétti og engar tvær eru eins. Eins og allir vita er lasagne ítalskur, lagskiptur réttur úr
hakksósu, mjólkursósu og pastaplötum. Einfalt og fljótlegt er að nota tilbúna búðarsósu
en skemmtilegra að nostra við réttinn með aðeins meira tilstandi. Ég ætla að gefa uppskrift
að síðari kostinum sem ég bý til við hátíðleg tækifæri þegar ég hef nægan tíma. Ég hef tínt
saman hráefni og ábendingar úr mörgum uppskriftum og er satt best að segja mjög ánægð með
útkomuna. Þetta er frábær gestamatur sem öllum þykir góður. SKÝ
- Steikið hakkið ásamt smátt söxuðum lauk, saltið og piprið.
- Setjið niðursoðna tómata og tómatpúrru í matvinnsluvél og hakkið ásamt epli, sveppum, papriku,
hvítlauk, gulrótum og basiliku.
- Þegar búið er að hakka vel tómatsósuna er henni hellt yfir hakkið og blandað vel saman við
- Látið kjötsósuna malla dágóða stund og smakkið til með óreganó, paprikukryddi og örlitlu af
cayenne-pipartil að gefa kraftmeira bragð.
- Þegar kjötsósan er tilbúin er hún sett til hliðar og látin jafna sig á meðan ostasósan er útbúin
- Setjið kotasælu og rjómaost í lítinn pott og hitið saman við vægan hita, þynnið með mjólk.
- Smyrjið loks eldfast fat. Hellið botnfylli af ostasósunni í botninn og raðið þar ofan á lasagneplötum.
Hellið kjötsósunni ofan á, síðan öðru lagi af ostasósu og þarfram eftir götunum. Endið á þunnu lagi af
ostasósu og stráið rifnum osti og parmesanosti yfir
- Hitið í ofni við 180°C í 30-35 mínútur.
- Gott er að láta réttinn standa á borði í um 10 mínútur áður en hann er borinn fram.
- Gott meðlæti er hvítlauksbrauð, rifinn parmesanostur og klettasalat með tómötum.
46 SKÝ 4. tbl. 2013