Ský - 01.08.2013, Blaðsíða 37
komið upp tilvik þar sem nemendur hafa
átt erfiðara með tímastjórnun með tilkomu
spjaldtölvanna og hafa freistast til að verja
of miklum tíma í tölvuleikjaspilun. A móti
má segja að það sé ekki nýtt vandamál í
skólastarfi að sumir nemendur eigi erfitt
með að einbeita sér að námi og tæpast
hægt að segja að það sé alfarið tölvunum
að kenna.
KOMNAR TIL AÐ VERA
Þessir helstu gallar spjaldtölvuvæðingar-
innar eru þó ekki rök á móti því að nota
skuli spjaldtölvur í skólum, heldur frekar
áskoranir sem íslensk yfirvöld, skólar,
foreldrar og nemendur þurfa að glíma við
á komandi árum. Þeir skólar og kennarar
sem þegar eru farnir að nýta spjaldtölvur
við skólastarfið virðast flestir vilja halda
áfram á sömu braut og hyggja á enn frekari
innleiðingu og notkun tölvanna. Jafnframt
má búast við að úrval námsefnis fyrir
spjaldtölvur á íslensku muni aukast jafnt
og þétt á komandi árum. Það er því ljóst
að spjaldtölvurnar eru komnar til að vera í
skólastarfi á Islandi. Stóra spurningin er
hins vegar hversu fljótt og vel skólar geta
staðið að innleiðingu þessara nýju og
spennandi námstækja.SKV
Skólar hyggja á frekari notkun spjaldtölva.
NÁMSFORRIT
Á vefnum Appland.is hafa Rakel G. Magnúsdóttir og Sigurður Fjalar Jónsson
ásamt Ingibjörgu Ósk Jónsdóttur og Ólöfu Unu Haraldsdóttur tekið saman
fjölmörg smáforrit (öpp) sem nýtast við nám á öllum skólastigum. Hér eru dæmi
um nokkur þeirra:
UTTLE WRITER: App fyrir þá sem eru að læra að þekkja stafina.
MONKEY MATH SCHOOL SUNSHINE: App sem kennir byrjendum tölustafi og
stærðfræði.
DRAGONBOX ALGEBRA 5+: Margverðlaunað app fyrir börn á aldrinum 5 - 12 ára
sem kennir algebru á einfaldan hátt.
SEGULUÓÐ: (slenskt app sem er hugsað til Ijóðasköpunar og leiks með tungumálið.
Hægt er að semja Ijóð, örsögur og ýmislegt fleira.
BAREFOOT WORLD ATLAS: Þrívíddarhnattlíkan sem gerir notendum kleift að kanna
svæði og lönd um allan heim og birtir ýmsan forvitnilegan fróðleik.
HTML EGG: Forrit fyrir vefsíðugerð á iPad, sem býður upp á einfalda leið fyrir byrjendur
og lengra komna í vefsíðugerð til að búa til og setja upp vefsíður.
NOTABILITY: Stílabók fyrir iPad þar sem hægt er að taka glósur í formi hljóðupptöku,
Ijósmyndar, myndbands og texta. Textann má skrifa með lyklaborði eða frjálsri hendi.
CODEA: Forritunarumhverfi í iPad sem einfaldar mjög smíði leikja eða herma og
hentar vel í skólastarfi.
4. tbl. 2013 SKÝ 37