Ský - 01.08.2013, Blaðsíða 13

Ský - 01.08.2013, Blaðsíða 13
GUNNAR ÞÓRÐARSON FAGNAR 50 ÁRA TÓNUSTARAFMÆLI: Gunnar Þórðarson hefur samið 650 lög - það er að segja útgefnar tónsmíðar. Og það er um það bil allt sem hann hefur samið því hann segist aldrei eiga neitt í skúffunni. Hann safnar ekki upp efni til síðari nota. VIÐTAL: GÍSLI KRISTJÁNSSON MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON OG FLEIRI Eg hef aldrei samið fyrir skúffuna. Ég sem þar og þá fyrir þau verkefni sem ég ræðst í og tek mér svo hvíld þess á milli og hleð batteríin," segir Gunn- ar Þórðarson tónskáld. Þetta er sú aðferð sem hann hefur tamið sér á fimmtíu ára tónsmíðaferli. Hann titlar sig tónskáld í símaskránni þótt margir myndu nota titla eins og rokkari eða poppari - eða söngvaskáld eins og gert var í nýlegum leiðara Morgun- blaðsins eftir frumflutning fyrstu óperu Gunnars. En hvað sem titlum líður er ekki hægt að segja sögu dægurtónlistar á Islandi án þess að Gunni Þórðar komi þar mjög við sögu. Þá er bara miðað við síðustu fimmtíu árin. Hinn 5. október 1963 léku lítt þekktir piltar í fyrsta sinn undir nafninu Hljómar á dansleik í Keflavík - það var í Kross- Alveg ný unglingamenning var komin til íslands og það gekk mikið á. Þetta var jafnvel hættulegt. Hártískan ein og sér var líkleg til að grafa undan menningu þjóðar- innar. Fimmtíu árum síðar er æsingurinn minni þegar tímamótanna er minnst: FIMMTUGSAFMÆLI BÍTLAÆÐIS Upp á þessi tímamót verður haldið í Hörpu á afmælisdeginum í haust. Þarna nákvæmlega varð til íslenskt afbrigði af bítlatónlistinni. Hljómar voru hinir íslensku Bítlar. Þeir voru í auglýsingum blaðanna kallaðir „bítlahljómsveitin úr Keflavík“. Fyrstu Hljómar: Erlingur Björnsson, Rúnar Júlíusson, Karl Hermannsson, Eggert Kristinsson og Gunnar Þórðarson. Á ALDREI IMEITT í SKÚFFUNNI 4. tbl. 2013 SKÝ 13

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.