Ský - 01.08.2013, Blaðsíða 14

Ský - 01.08.2013, Blaðsíða 14
Pétur Östlund, Erlingur, Gunnar og Rúnar. í Cavern Club í Liverpool. Gunnar, Engilbert Jensen, Erlingur, Rúnar og Shady Owens. I sjónvarpssal. „Þetta verður bara rólegt hjá mér. Við komum þó á svið, við sem eftir erum af Hljómum, en mest verður flutt af öðrum svo ég get slappað af,“ segir Gunnar og bíður afmælishátíðarinnar afslappaður í húsi sínu í Vesturbænum. Yfirleitt er þessu ekki svo farið. Gunnar hefur oftast verið ábyrgur fyrir öllu á opinberum skemmtunum; tónsmíðum, útsetningum og flutningi. ÓPERUHÖFUNDUR Svo var einmitt nú síðsumars, þegar óperan Ragnheiður var frumflutt í Skál- holti. Það er fyrsta ópera Gunnars, sem hann samdi í samvinnu við Friðrik Erlingsson rithöfund. Gunnar hefur í hyggju að halda áfram á þessari braut enda hlaut hann mikið lof fyrir Ragnheiði. Hann er að leita að nýrri dramatískri sögu. Tillögur eru vel þegnar. ,Já, helst verður sagan að vera dramatísk. Þannig eru óperur,“ segir Gunnar og hlær. Fyrsta tilraunin til að semja óperu heppnaðist ágætlega en gekk þó ekki þrautalaust: „Það var mikið stress dagana fyrir frumflutninginn. Við Friðrik gerðum í raun og veru allt sjálfir og vorum bæði framleiðendur og allsherjar reddarar, auk þess að vera höfundar,“ segir Gunnar og er feginn að fá að vera mest hlustandi og áhorfandi í Hörpu á afmælistónleikunum. 14 SKÝ 4. tbl. 2013 TÓNLISTARMENN VINNA Á KVÖLDIN Gunnar segir að tónlist sín sé „tónal“, ekki „atónal“. Hann semur ekki í framúrstefnu- legum stíl, tónlistin er melódísk. Það er alltaf melódían sem ber tónlistina uppi hjá honum. Þetta er ekki ómstríð tónlist með höggum og slögum. Einu sinni vann Gunnar þó í blikk- smiðju, unglingur að aldri. Hann þurfti að mæta til vinnu klukkan 7.20 á morgnana og þótti hljómurinn í járninu miklu leiðin- legri en í gítarnum sem hann var að gutla á heima. Bakið var að vísu að mestu losnað af téðum gítar, sem móðursystir Gunnars hafði skilið eftir á heimili þeirra. Því var nærri því útilokað að fá nokkurn hljóm úr hljóðfærinu nema á köflum en samt valdi Gunnar sér þetta sem atvinnutæki. Tón- listarmenn þurfa ekki að mæta klukkan 7.20 á morgnana til að berja járn. Þeir spila á kvöldin. Við fórum í hringferð um iandið um sumarið og fólk kom bara til að sjá þessa loðhausa. ALLTAF ÆTLUNIN Þannig segir Gunnar frá ástæðum þess að hann varð tónlistarmaður og ekki blikk- smiður eða eitthvað enn annað: „Eg var eiginlega ákveðinn í því mjög ungur að verða hljóðfæraleikari og ekki bara vegna þess að þá þyrfti ég ekki að vakna snemma á morgnana,“ segir Gunnar. Mamma hans vildi að hann yrði læknir. Hann byrjaði raunar fjórtán ára að spila á trommur í hljómsveit í Gagnfræðaskól- anum í Keflavík: „Ég var mjög lélegur á trommurnar, kunni ekki neitt og lærði ekkert, en það sem gilti var að vera í hljómsveit," segir Gunnar. Hann flutti sig yfir á bassa og svo á gítar, sem hefur verið hljóðfæri hans síðan. Formleg menntun er þó lítil; tímar hjá Guðmundi Ingólfssyni, en Gunnar lék fyrst í hljómsveit hjá honum, og lestur bóka og svo spilamennska á ótal böllum um árabil. ÁGÆTIS BYRJUN Við þetta bætast svo um 650 samin lög. Fyrsta lagið sem Gunnar gekk frá og var flutt heitir „Bláu augun þín“. Það er klassík sem Gunnar telur að sé hugsanlega það besta sem hann hefur samið. Lagið kom út á fyrstu plötu Hljóma árið 1965 ásamt „Fyrsta kossinum“. Líka það er klassík í íslenskri dægurtónlist. Þetta var tveggja laga plata, ef einhver man eftir slíkum gripum. „Við vorum orðnir frægir þegar þetta kom út. Hjómar urðu landsfrægir á tón- leikum í Háskólabíói árið áður,“ segir Gunnar. Hann vísar þar til tónleika sem haldnir voru 4. mars árið 1964 en á þeim hljómleikum nam bítlamenningin endan- lega land á íslandi með melódískum rokk- lögum og ótrúlegri sviðsframkomu. „Rúnar Júlíusson var þarna á bassanum og leikur hans á sviði á sér engan sam- jöfnuð,“ segir Gunnar en Rúni Júl. varð þarna eiginlega að þjóðsagnapersónu sem rokkari á einu kvöldi. Strax dagana eftir tónleikana voru Hljómar kynntir í blöð- unum sem „hin landsfræga bítlahljómsveit úr Keflavík". LOÐHAUSAR Á FERÐ UM LANDIÐ „Hljómar slógu í gegn á þessum tónleik- um. Svo einfalt er það,“ segir Gunnar. Tónleikahald var þó ekki aðalverkefni hljómsveita á þessum árum. Hljómsveitir spiluðu á böllum, léku fyrir dansi, og svo var allt þar til pöbbamenningin helltist yfir landann með bjórnum. „Þetta var fyrir daga sjónvarpsins svo enginn vissi hvernig við litum eiginlega út aðrir en þeir sem voru á tónleikunum. Við fórum í hringferð um landið um sumarið og fólk kom bara til að sjá þessa loðhausa," segir Gunnar þegar hann rifjar upp tónleikana frægu í Háskólabíói. Hann segir líka að frægð Hljóma hafi fyrir vikið orðið meiri en annarra hljóm- sveita, sem voru síst lakari. „Það hjálpaði okkur líka mikið að Svavar Gests tók okkur upp á sína arma. Hann hafði trú á því sem við vorum að gera og það má kalla hann guðföður Hljóma,“ segir Gunnar. „Okkar lög komu út á plötu en margar aðrar hljómsveitir, sem voru á líku reki og við, fengu aldrei neitt gefið út. Það var stórmál að koma tónlist á plötu á þessum árum. Því hafa góðar hljómsveitir gleymst," segir Gunnar. „Ég efast um að Svavar Gests hafi grætt á öllu sem hann tók til útgáfu hjá SG- hljómplötum, en hann bjargaði miklu af tónlist þessara ára,“ segir Gunnar. EINS OG HJÓNABAND Samt sem áður voru Hljómar sérstakir. Þar léku og sungu margir eftirminnilegir tónlistarmenn og þeir höfðu besta laga- smiðinn. Svo var Rúnar Júlíusson, „Herra Rúnar Júlíusson var þarna á bassanum og leikur hans á sviði á sér engan samjöfnuð. dlctileH J°l

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.