Ský - 01.08.2013, Blaðsíða 20

Ský - 01.08.2013, Blaðsíða 20
ANÆGJAN ER ÁVlSUN Á ÁRANGUR Hann er alveg „brilliant músíkant", rekur óvenjulegan tónlistarskóla og er Zen-prestur. Ástvaldur Zenki Traustason heitir maðurinn, sem sennilega passar ekki inn í vísitölu-excel staðalímyndina en honum finnst að fólk eigi að hafa ánægju af lífinu og tilverunni og lifir samkvæmt því. VIÐTAl: VIGDÍS STEFÁNSDÓTTIR MYND: GEIR ÓLAFSSON S I búddisma lærir maður að þekkja sjálfan sig betur, en að horfast í augu við sjálfan sig reynist mörgum erfitt. Astvaldur er Dalamaður að uppruna en afi hans og amma, Astvaldur Magnússon og Guðbjörg Helga Þórðardóttir, voru bæði fædd og uppalin í Dölunum. Þau voru miklir áhrifavaldar í hans lífi og ekki hvað síst þegar kom að tónlistinni. Amman spilaði mikið eftir eyranu og sat gjarnan við píanóið í veislum og á raddæfingum, sem gjarnan voru haldnar heima í stofu. Afinn söng með Leikbræðrum forðum, söngkvartett sem spratt út úr Breiðfirðingakórnum, og svo með Karlakór Reykjavíkur um árabil. Ástvaldur sótti það stíft að fá að fara með afa og ömmu í sveitina, nánar tiltekið á Breiðabólsstað á FeUsströnd í Dölum. Halldór, ömmubróðir Ástvalds, var þá bóndi á Breiðabólsstað og sá hann jafnan um tónlist á skemmtunum í sveitinni. Þeir sem voru á bænum hverju sinni voru gjarnan settir á það hljóðfæri sem þurfti að manna og sagt að spila og auðvitað allt eftir eyranu því engar nótur voru til af lögunum. „Eg fékk þarna mína eldskírn í tónlist," segir Ástvaldur. „Ég spilaði bæði á bassa og trommur, eftir atvikum. Böllin stóðu alla nóttina og maður var orðinn alveg ágætur á trommunum upp úr kl. 5 að morgni, farinn að taka alls konar sóló sem féllu misvel að gömlu dönsunum." Tónninn var sleginn og ekki aftur snúið. Ástvaldur fór að spila með hljómsveitum og lék m.a. með Milljónamæringunum, Stórsveit Reykjavíkur og Sálinni hans Jóns míns auk Bardukha sem spilaði balkan- tónlist. Hann lærði á píanó en nótnalestur átti ekki vel við hann. „Það hefur alltaf verið mér eðhlegt að spila eftir eyranu og því átti rytmíska tónlistin betur við mig en sú klassíska. Djassinn heillaði mig á menntaskólaárunum og þegar ég fór að huga að frekara tónlistarnámi kom aðeins einn skóli til greina hér á landi, sem var Tónlistarskóli FIH. Þar hitti ég fyrir Carl Möller og lærði ég hjá honum og nokkrum öðrum sem ég leit upp til og höfðu farið utan til náms.“ BOSTON Um tvítugt hélt Ástvaldur ásamt fjölskyldu á vit ævintýranna og hóf nám í djasspíanó- leik við þekktan tónlistarskóla, Berklee College of Music í Boston. „Ég var þrjú ár í Boston og leið afar vel þar,“ segir Ást- valdur. „Skólabræður mínir héðan voru m.a. tónlistarmennirnir Hilmar Jensson, Matthías Hemstock, Skúli Sverrisson og Olafur Jónsson. Þetta var mikil upplifun og skemmtilegt ævintýri og þótt mörgum fyndist djasspíanóleikur ekki vera vænlegur kostur sem framtíðarstarf fannst mér mikilvægara að fylgja draumum mínum og sé ég ekki eftir því.“ BÚDDISMINN I Boston kynntist Ástvaldur búddisma. „Píanókennarinn minn var Zen búddisti og hann kveikti hjá mér áhuga á hug- leiðsluiðkun. Hluti af því að vera tón- listarmaður er að hafa þor og hugrekki til að vera besta útgáfa af sjálfum sér frekar en slæm útgáfa af einhverjum öðrum. I búddisma lærir maður að þekkja sjálfan sig betur, en að horfast í augu við sjálfan sig reynist mörgum erfitt. Öttinn 20 SKÝ 4. tbl. 2013

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.