Ský - 01.08.2013, Blaðsíða 22

Ský - 01.08.2013, Blaðsíða 22
Dagur Hjartarson hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar á síðasta ári fyrir fyrstu Ijóðabók sína Þar sem vindarnir hvílast - og fleiri einlæg Ijóð en í sumar vinnur hann að fyrstu skáldsögu sinni sem ber heitið Davíð Oddsson og ég - söguleg ástarsaga. Dagur Hjartarson er eitt af ungskáldum þjóðarinnar, en hann hefur vakið sérstaka athygli fyrir frumraunir sínar, Ijóðabókina Þar sem vindarnir hvílast - og fleiri einlæg Ijóð og smásagnahandritið Eldhafið yfir okkur. Fyrir Ijóðabókina hlaut Dagur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar á síðastliðnu ári og fyrir smásögurnar fékk hann Nýræktarstyrk Bókmenntasjóðs. VIÐTAL: ERLA GUNNARSDÓTTIR MYND: GEIR ÓLAFSSON Dagur er bókmenntafræðingur með kennsluréttindi og samhliða skrif- um, næturvöktum á Kleppi og kennslu í Borgarholtsskóla lýkur hann í sumar meistaranámi sínu í ritlist. Það er því í nógu að snúast hjá ungskáldinu sem er í raun nýlega sestur við skriftir. „Ég byrjaði í raun ekki að skrifa fyrr en ég var að klára menntaskóla og þá fóru hrikalega vond ljóð á blað. Sem unglingur var ég frekar tregur og rólegur og horfði mikið á fótbolta. Ég hef þó alltaf verið skapandi, það má ekki taka af mér. Um 18-19 ára aldurinn vaknaði ég meira til lífsins og þegar ég byrjaði í háskólanum, 20 ára gamall, byrjaði ég að semja fyrir alvöru. Þetta hafði lengi blundað í mér,“ útskýrir Dagur brosandi. í EINMANALEGU STARFI Dagur er stúdent frá Borgarholtsskóla og síðasta vetur hóf hann sjálfur að kenna þar ungmennum í íslenskuáfanga en í sumar starfar hann á næturvöktum á endur- hæfmgargeðdeildinni á Kleppi meðfram ritstörfunum. „Það er mjög skemmtilegt að kenna og mér finnst að vissu leyti gaman að vera ungur kennari. Mér finnst það bæta mér upp reynsluleysið að vera ungur í kennsl- unni því ég man vel frá því ég var sjálfur í sama skóla hvað var skemmtilegt og hvað var skárra að læra en annað,“ segir Dagur sem hefur meira næði í sumar en síðast- liðinn vetur til að sitja við skriftir. „Þar sem ég starfa á næturvöktum á Kleppi vinn ég í sjö daga og á frí í sjö daga sem er mjög gott út af skrifunum. Ég hef heyrt að margir rithöfundar hafi unnið á næturvöktum. Það er einmanalegt starf eins og starf rithöfundarins en mjög fínt. Ég kemst oft í áhugavert ástand eftir sex „Ég hef svo mikla unun af að skrifa um hvað sem er. Ljóðið er minn heimavöllur og kjarninn en ég nota hin og þessi form,“ segir ungskáldið. 22 SKÝ 4. tbl.2013

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.