Ský - 01.08.2013, Blaðsíða 38

Ský - 01.08.2013, Blaðsíða 38
BÆKUR Reynir Ingibjartsson: 25 gönguleiðir á Snæfellsnesi. Salka 2013. Það er gaman að velta fyrir sér hugmyndum og framsetningu höfunda bókanna tveggja, Hjólabókarinnar og 25 gönguleiða á Snæfellsnesi. Raunar er það viðfangsefni heimspekinnar að meta ólíka náttúruupplifun fólks og mismunandi viðhorf til náttúrunnar. Snæfellsnesið skartarframúrskarandi fjölbreyttu umhverfi og útivistar- möguleikum þar sem ótrúlega mismunandi leiðir bjóðast milli fjalls og fjöru. Margir fara um nesið undir leiðsögn og fjallaklöngur á tinda er eftirsótt - svo ekki sé minnst á göngur á jökulinn í þjóðgarðinum miðjum. Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull var enda friðlýstur fyrir sakir sérstakra jarðmyndana, merkilegrar jarðfræði og útivistargildis. I bókinni um gönguleiðir á Snæfellsnesi býður Reynir Ingibjartsson enn á nýtil heillandi ævintýra á hestum postulanna þarsem hverog einn getur ráðið för með leiðarvísi í höndum. Það er Ijúfur tónn í bókum Reynis, ekki ætlasttil að fólkfari mjög langt eða rembist nein ósköp heldur gangi þægilegar leiðir í fallegu umhverfi og reyni að kynnast landinu sínu. Hann bætir við fróðleikinn um landið með sögnum affólki og viðburðum á nesinu og svæðið er sannarlega söguríkt. Frágangurinn á bókum Reynis um náttúruna við bæjarvegginn ertil algerrar fyrirmyndar og kort Ólafs Valssonar auðlesin. Fallegt umbrot gefur mörgum stórum og fallegum myndum gott rými. Uppsetning Helga Hilmarssonar á meginmáli og innskotsköflum erskýrog brotið með gormum í kjölinn handhægt á ferðalögum. SKY Kristján Sæmundsson, Einar Gunnlaugsson. Ljósm. Grétar Eiríksson: íslenska steinabókin. Mál og menning 2013 (2. útgáfa). Steinaskoðun verður trúlega ekki næsta æðið á íslandi. Mér fannst ég dálítill nörd þegar ég fór að sýna samferðafólki mínu í gönguferð Islensku steinabókina. Jarðfræðingur sem var með í för sagðist hafa meiri áhuga á stóru myndinni í jarðfræði og landslagi fremur en að rýna í steina við götuna og sama máli gegndi um vinkonu mína sem kvaðst engu hafa gleymt úr jarðfræðinámsefni í menntaskóla og benti mér út og suður á berghlaup, jökulrákir og setlög. Mörgum finnst gaman að rýna í steina, undrast fegurð þeirra og liti og steinasöfn njóta ágætrar aðsóknar. Áhugamönnum um íslenska steinaríkið er kærkomið að íslenska steinabókin, sem út kom í fyrsta sinn 1999, er nú endurútgefin. Glöggar Ijósmyndir auðvelda greiningu bergtegunda og steinda og í texta er lýst öllum helstu atriðum sem gaumgæfa þarf við greiningu tegund- anna. f bókinni eru einnig skilmerkilegir jarðfræðiþættir um myndun bergs og skilyrði fyrir tilurð tegundanna. Kristján Sæmundsson jarðfræðingur er annar höfundurtexta bókarinnar. Hann hefur víða unnið að jarðfræðikortlagningu og jarðhitarannsóknum. Hinn höfundurinn er Einar Gunnlaugsson, jarðefnafræðingur sem starfar við jarðhitarannsóknir. Grétar Eiríksson, sem vartæknifræðingur og landsþekkturfyrir Ijós- myndir úr náttúru landsins, lagði til myndir í bókina. SKV 1 0 JU Onw Snvwi HJÖLABÖKIN Æs TEXTI: SOLVEIG K. JONSDOHIR Ómar Smári Kristinsson: Hjólabókin - Dagleið í hring á hjóli. 2. Bók Vesturland. Vestfirska forlagið 2012. ísland er álitlegt fyrir hjólandi ferðamenn. Ómar Smári Kristinsson hjólar í hringi sem eru margvíslegir að lögun, stórir og smáir. í fyrstu bókinni hjólaði hann um Vestfirði og ári síðar kom út bók um Vesturland frá sjónarhóli hjólreiðamanns. Bækurnar eru nosturslega unnar með nákvæm- um kortum þar sem m.a. er gerð grein fyrir halla brautarinnar kílómetra fyrir kílómetra. Leiðinni er lýst í orðum, skotið inn fróðleiksmolum og persónulegum athugasemdum höfundar. Lýsingarnar eru skemmtilegar aflestrar og ágæt blanda af smámunasemi og frjálslegri tjáningu á upplifun og skoðunum. Ómar Smári hjólar 20 hjólreiðaleiðir á Vesturlandi. Þær eiga það sameiginlegt að vera dagleið eða skemmri og liggja í hring en það kemur sér t.d. vel ef ferðin hefst og endar við bílinn. Ómar Smári beinir sjónum að ástandi veganna og birtir fjölda mynda af þeim. Hann hikar ekki við að benda fólki á að teyma fákinn þar sem því gæti reynst ofviða að stíga hann í bratta eða ófærum. Þannig undirbúnir ættu allir hjólreiðamenn að geta lagt land undir hjól. Fróðleikurinn nýtist ekki aðeins þeim sem ferðast á reiðhjóli heldur líka þeim sem eru ríðandi, gangandi eða jafnvel akandi. Ómar Smári hefur látið hafa eftir sér að mesta vinnan sé í úrvinnslu ferðanna, myndavali, skrifum og kortagerð - hjólreiðarnar taka styttri tíma. I Hjólabókinni eru aukakaflar um varúðarreglur í umferð og umgengni við náttúruna, veðurfar, almenningssamgöngur og annað slíkt sem gott er að hafa í huga þegar ferðin er skipulögð. Ómar Smári gerir ekki lítið úr hættum eða óþægindum og ég er honum fyllilega sammála um þjóðveg eitt sem hann telur t.d. mesta vegartálmann í hringferð um Akrafjall. Sjálf hef ég ekki lagt til atlögu við þjóðveg eitt utan hvað ég hjólaði veg 505 á spánnýju frönsku fjallahjóli fyrirtæpum aldarfjórðungi og lokaði þeirri hringleið með 5 km spotta um þjóðveg eitt þarsem mér fannst ég eins og lauf í vindi í súginum af flutningabílum og hjólhýsum. Var umferðin þó ekki orðin sú sem hún er nú. Ómar Smári bendir réttilega á að sveitarfélög við þessa miklu þjóðbraut frá Borgarnesi til Reykjavíkur eigi að sjá til þess að hjólandi sé leiðin fær án þess að finnast þeir lenda í lífsháska. SKV 38 SKÝ 4. tbl.2013

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.