Ský - 01.08.2013, Blaðsíða 41

Ský - 01.08.2013, Blaðsíða 41
KVIKMYNDASTJARNAN VERÐLAUNAÐUR í BAK OG FYRIR Á þrjátíu og sex ára ferli er Denzel Wash- ington búinn að fá allar þær viðurkenningar og verðlaun sem einn leikari getur hugsað sér og er einnig heiðursprófessor við tvo háskóla þótt hann hafi ekki lokið masters- námi í neinu fagi. Hann ertvöfaldur ósk- arsverðlaunahafi og með fjórartilnefningar að auki á bakinu, hefurfengið Golden Globe hnöttinn tvisvar, Silfurbjörninn í Berlín og Tony-verðlaunin, sem eru virtustu leikhúsverðlaunin í Bandaríkjunum, svo eitthvað sé nefnt. Framtíðin var samt ekki björt þegar Wahington var unglingur en hann segir móður sína hafa bjargað sér: „Ég ólst upp í Bronx í New York og var í slæmum félags- skap. Þeir strákar sem ég var mest með hafa allir lent á glapstigum og eru með á bakinu um 40 ára fangelsisvist samtals. Ég mætti illa í skóla og var smám saman á leiðinni í götuklíkurnar. Einn kennara minna sá eitt- hvað í mér og sagði við móður mína að ég væri gáfaðurstrákur og hún ætti að koma mér í burtu, sem hún gerði. Ég veit ekki hvað hefði orðið um mig ef móðir mín hefði ekki verið til staðar. Víst er að ég væri ekki að lifa því lífi sem ég lifi í dag." 36 ÁRA FERILL Denzel Washington fæddist 28. desember 1954. Móðir hans átti og rak snyrtistofu en faðir hans var prestur og hefur sjálfsagt haft áhrif á það hversu trúaður Washington er. Hann hefur sagt að þegar hann var sem leiðastur á leiklistinni hafi hann íhugað að verða prestur, en í staðinn leikstýrði hann sinni fyrstu kvikmynd Antwone Fisher (2002) og hafi sú reynsla veitt honum þróttinn á ný. Denzel Washington hóf atvinnuferil sinn í leiklist 1977 í sjónvarpsmyndinni Wilma Purple og fyrsta Hollywood-myndin sem hann lék í var Carbon Copy (1977). Um sama leyti fékk hann Obie-verðlaunin í New York fyrir leik sinn í leikritinu A Soldier's Play. Það var svo stórt hlutverk í sjónvarpsseríunni St. Elsewhere (1982-1988) sem varð stóra stökkið inn í heim fræga fólksins. Meðfram sjónvarps- leiknum lék hann í kvikmyndum, m.a. Soldier's Story (1984) og Power (1986). Sem kvikmyndaleikari sló hann síðan í gegn í Cry Freedom (1987) þar sem hann lék Steven Biko, hinn þekkta suður-afríska mótmælanda gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður Afríku, og fékk Washington Óskars-verðlaunatilnefningu fyrir. Steven Biko var sá fyrsti af nokkrum þekktum einstaklingum sem Washington hefur leikið á ferli sínum, má þar nefna Flight. Denzel Washington í hlutverki flugmanns sem sýnir hetjudáð sem hefur óvæntar afleiðingar fyrir hann. Washington fékk tilnefningu til Óskarsverðlaun- anna fyrr á þessu ári fyrir leik sinn í myndinni. 2 Guns. Denzel Washington og Mark Wahlberg leika aðalhlutverkin í gamansamri spennumynd sem Baltasar Kormákur leikstýrir. Wi Malcolm X, í samnefndri kvikmynd, og þar fylgdi einnig óskartilnefning. Óskarsverð- launin hreppti hann svo fyrir Glory (1999) og Training Day (2001). Þá má geta þess að Denzel Washington lékfimm sinnum undir leikstjórn Tony Scotts og var það mikið áfall fyrir hann þegar Scott stytti sér aldur í fyrra. Meðfram kvikmyndaleiknum hefur Denzel Washington af og til leikið í leikritum, meðal annars tveimur Shakespeare-uppfærslum, Richard III (1991) og Julius Cesar (2005). Tony-verðlaunin fékk hann fyrir leiks sinn í Fences (2010). Miðað við hvað Denzel Washington er vandfýsinn á hlutverk þá datt Baltasar Kormákur heldur betur í lukkupottinn þegar hann fékk Washington í 2 Guns, sem er nýjasta kvikmynd Washingtons og er mótleikari hans þar Mark Wahlberg. Sam- kvæmt fréttum og viðtölum við Baltasar kom þeim ágætlega saman þótt vissulega hafði það ekki alltaf verið dans á rósum að leikstýra stórleikaranum. BRESTIR í HJÓNABANDINU? í júní á þessu ári áttu Denzel Washington og Pauletta Pearson 30 ára brúðkaupsafmæli. Eiga þau fjögur börn á aldrinum 22-29 ára. Alltaf hefur verið talið að hjónabandið sé í hinu besta ásigkomulagi og 1995 endur- nýjuðu þau hjúskaparheitið í Suður-Afríku þar sem Desmond Tutu stjórnaði athöfninni. Nú eru aftur á móti blikur á lofti og slúð- urpressan hefur að undanförnu verið að segja frá framhjáhaldi Washingtons, hjóna- bandið standi á brauðfótum og Paulette sé að íhuga skilnað. Ef rétt er farið með þá hefur Washington verið frekar lausgyrtur í hjónabandinu um langt skeið. Ekkert hefur þó verið staðfest og Washington sagði nýlega að ekkert væri hæft í því að þau væru að skilja. Hvað sem til er í þeirri yfirlýsingu þá eru í umferð Ijósmyndir sem sýna hann í innilegri nærveru með ungum stúlkum. Á meðan moldin rýkur í logninu hvað einkalífið varðar er verið að leggja síðustu hönd á nýjustu kvikmynd Denzel Wash- ingtons, The Equalizer, sem byggð er á vinsælli sjónvarpsseríu sem margir muna eftir. Verður hún frumsýnd á næsta ári. SKV Hjón í 30 ár. Denzel Washington og eiginkona hans, Paulette Pearson. 4. tbl. 2013 SKÝ 41

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.