Ský - 01.08.2013, Blaðsíða 36

Ský - 01.08.2013, Blaðsíða 36
Spjaldtölvur í skólastarfi: Vinsældir spjaldtölva aukast jafnt og þétt hér á landi sem erlendis og má nú finna þær á sífellt fleiri heimilum. Það er ekki að undra því þær eru nettar, meðfærilegar og auðveldar í notkun, eins og allir geta vottað sem séð hafa börn á forskólaaldri nota slíkar tölvur með ótrúlegri færni. Þessir eiginleikar spjaldtölvanna hafa leitt til þess að þær eru nú notaðar í sívaxandi mæli við nám og kennslu á öllum stigum skólakerfisins, allt frá leikskólum upp í háskóla. TEXTI: KRISTINN J. ARNARSON MYND: GEIR ÓLAFSSON En þeir sem ekki þekkja til eiga kannski erfitt með að skilja hvernig spjaldtölvur geta hjálpað námsfólki við lærdóminn umfram hefðbundnar aðferðir. Eru spjaldtölvur komnar til að vera sem mikilvægt hjálpartæki í námi barna og unglinga? Eða eru þær kannski tískufyrirbrigði sem truflar nemendurna frekar en að hjálpa þeim? IPAD EINUNGIS ÞRIGGJA ÁRA Hafa skal í huga að spjaldtölvur eru til- tölulega nýkomnar á markaðinn - fyrsta iPad-tölvan kom á markaðinn í apríl 2010 - og því er notkun þeirra í skólum enn á frumstigi. Fyrstu tilraunir með notkun þeirra við skólastarf virðast þó flestar lofa góðu. Sem dæmi má nefna að í Norðlingaskóla var 9. bekkur spjaldtölvuvæddur í febrúar 2012 og samhhða gerð viðamikil rannsókn á verkefninu á vegum Menntavísindastofn- unar og Rannsóknarstofu í upplýsinga- tækni meðal nemenda, kennara og for- eldra. I niðurstöðum áfangaskýrslu kemur m.a. fram að spjaldtölvuvæðingin hafi „lagt grunn að auknu aðgengi að námsefni og námstólum, samskiptum og samstarfi, ásamt íjölbreytni í úrvinnslu viðfangsefna í námi. Rannsóknin gaf til kynna aukna ánægju, áhuga og sjálfstæði nemenda í námi, meiri einstaklingsmiðun náms, aukna virkni nemenda og betri nýtingu á bekkjartímum." Kennurum þótti verkefnið jafnframt ýta undir faglega þróun og ánægju í starfi og foreldrar voru einnig hlynntir spjaldtölvunotkuninni. LIPRAR OG FJÖLHÆFAR Helstu styrkleikar spjaldtölvanna við nám eru hversu fjölhæfar þær eru og auðvelt að nýta þær til sköpunar. Með þeim má í senn taka myndir, myndskeið og hljóð auk þess að skrifa og teikna. Námsforrit (öpp) geta nýst til að læra allt frá lestri og reikningi leikskólabarna upp í forritun fyrir háskóla- nema. Um leið eru þær þægilegri í skóla- starfi að því leyti að nemendur þurfa ekki að fara í sérstakt tölvuver til að sinna verkefnum á borð við heimildaleit, heldur geta leyst slík verkefni hvar og hvenær sem er. Spjaldtölvurnar eru fljótari að ræsa sig upp og eru einfaldari og liprari í notkun en hefðbundnar tölvur og nýtast því betur við allt skólastarf en hefðbundnar borðtölvur í tölvuverum. Þá hafa spjaldtölvurnar einnig nýst vel við sérkennslu af ýmsu tagi, t.a.m. hjá nemendum sem glíma við fötlun, hvort heldur líkamlega eða andlega. SPJALDTÖLVUVÆÐING KOSTAR SITT En spjaldtölvunotkun við skólastarf er engu að síður ákveðnum vandkvæðum bundin. Fyrir það fyrsta eru tölvurnar dýr tæki og því kostnaðarsamt fyrir skóla að kaupa þær, halda þeim við, kaupa hug- búnað og þar fram eftir götunum. íslenskir skólar hafa jafnan ekki úr miklum fjár- munum að spila og því má búast við að spjaldtölvuvæðingin muni ekki ganga eins hratt fyrir sig og margir hefðu óskað. Annar ókostur við nýtingu spjaldtölva við nám hér á landi er að úrval námsefnis fyrir spjaldtölvur á íslensku er af afar skornum skammti. Þótt það sé ekki til mikilla trafala fyrir eldri nemendur er mjög bagalegt fyrir yngri nemendur að stýrikerfi tölvanna auk langflestra kennsluforrita séu einungis fáanleg á ensku. Einnig má nefna að þrátt fyrir að almenn ánægja sé með spjaldtölvunotkun við skólastarf þá hafa 36 SKÝ 4. tbl. 2013

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.