Ský - 01.08.2013, Blaðsíða 28

Ský - 01.08.2013, Blaðsíða 28
Að njóta augnabliksins Hann missti móður sína þegar hann var 10 ára, ólst upp hjá indverskum föður sínum og í dag er Elmar Johnson að klára læknanám, hann rekur ásamt félaga sínum fyrirtækið Guide to lceland og í tvö ár hefur hann unnið sem fyrirsæta m.a. í New York, Mílanó og París en hann er á samningi hjá einni stærstu fyrirsætuskrifstofu heims, NEXT. VIÐTAL: SVAVA JÓNSDÓTTIR MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON OG FLEIRI ■ ohn Chavaro fæddist og ólst upp í I indverska sjávarþorpinu Cochin. I Hann fór á sjóinn, flutti síðan til metlands þaðan sem hann sigldi víða og hélt svo nokkrum árum síðar enn norðar; hann flutti til Isafjarðar fyrir tæpum 40 árum þaðan sem hann sótti sjóinn og lærði netagerð. Þar kynntist hann Helgu Láru Þorgilsdóttur; þau urðu ástfangin, eign- uðust soninn Einar og átta árum síðar kom annar sonur í heiminn, Elmar. Hann er suðrænn í útliti en augun eru ljósblá. „Augun eru eina útlitseinkennið sem ég fékk frá mömmu sem var með ljósblá augu; allt hitt er dökkt. Þetta er svolítið skrýtið vegna þess að brúni liturinn er yfirleitt ríkjandi.“ Hvað vill Elmar segja um æskuna á ísafirði? „Ég held ég hafi verið erfitt barn. Allar minningar sem ég á þaðan eru þegar fólk var að kvarta undan mér eða þegar ég var búinn að gera eitthvað af mér. Maður var að safna í bál og hitt og þetta sem mað- ur mátti ekki. Það var rosalega ljúft að alast upp á Isafirði. Eftir á að hyggja þá held ég að ef ég á eftir að eignast börn þá vildi ég að þau myndu alast upp á svona stað. Maður getur verið úti án eftirlits, allir þekkja alla og maður þarf að hafa minni áhyggjur af því að eitthvað komi virkilega fyrir.“ 28 SKÝ 4. tbl.2013

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.