Ský - 01.08.2013, Blaðsíða 32

Ský - 01.08.2013, Blaðsíða 32
SMASAGA EFTIR SVERRI NORLAND GREIFINN SEM GAT EKKl EiÆTE AÐ HLÆ]A Eitt er að hlæja; annað að hlæja eins og japönsk skólastelpa. Oskar hló eins og japönsk skólastelpa. Hann hló þegar kennararnir gáfu honum tíu fyrir óaðfinnanlega efnafræði- skýrslu. Hann hló þegar Páll Gauti og Fögru þorpararnir brókuðu hann. Hann hló þegar Steinar og Herbert og Ulfur sungu fyrir hann nýjustu kvæðin sín og þeir léku undir á mandólín, banjó, óbó og harmónikku. Hann hló mjög hátt og skerandi og stjórnlaust og upp úr þurru og lengi. Það ískraði í honum. Þetta háði honum auðvitað dálítið, fél- agslega. Bæði hláturinn og astminn og sú staðreynd að hann lék á óbó. Hann mátti ekki annað en heyra fótatak stúlku án þess að vera þegar byrjaður að skellihlæja. I ljósi þess að útilokað virtist að hann gæti hætt að hlæja, ákvað hann að þjálfa í hið minnsta upp ásættanlegri hlátrasköll. A hverju kvöldi, þegar hann hafði leyst öll heimaverkefnin sín óaðfinnanlega af hendi í þeirri von að kennurunum líkaði vel við hann og teldu hann jafnvel „efnilegan", æfði hann sig í að hlæja djúpum, dimmrödduðum hlátri. Hann skellihló inn í koddann sinn til að hræða ekki foreldra sína. (Hann áttaði sig ekki á því hversu auðveldlega þessi skræku, skerandi hljóð smugu gegnum koddann og síðan veggina.) Daginn sem foreldrar hans höfðu ákveðið að senda hann til sál- fræðings hættu næturskríkjurnar hins vegar skyndilega að berast úr herberginu hans. Hann hafði lært að hlæja upp á nýtt. Nú hló hann djúpum, drynjandi gamalmennahlátri. „Hnjé, hnjé, hnjé.“ Oft lá honum við köfnun á innsoginu. „Hnjé [hoh!],hnjé [hoh!]!“ Þetta var ekki fullkomið hjá honum, en þó skömminni skárra en japanski skólastelpuhláturinn. Ráðinn í að eignast nú sína fyrstu kærustu settist hann titrandi hjá Díönu sætu í nestistíma og tók að hlæja eins og lífsþreyttur, spennandi öldungur. „Hnjé, hnjé, hnjé...“ „Ehm. Halló, Óskar.“ „Hnjé, hnjé, hnjé...“ „... heitirðu ekki OskarT „...hnjé [hoh!],hnjé [hoh!]...!“ Þau býttuðu á samlokum, gáfu hvort öðru sopa af Kókómjólk og Svala. Óskar létti af hjarta sínu ýmsu því sem hann gat hvorki rætt við Steinar, Herbert né Úlf; eins viðraði Díana sæta nokkrar hug- myndir um tilveruna sem vinkonur hennar virtust ekki hafa þolinmæði fyrir. Þau tóku að sitja reglulega saman; kannski ekki á hverjum degi, en þó að minnsta kosti einu sinni á viku eða einu sinni í hverjum mánuði. Einhverju sinni lagði Óskar eyra að vegg og heyrði vinkonu Díönu sætu segja: „Hvað ertu eiginlega að hanga með greifanum hlæjandi?" (Óskar hafði uppskorið viðurnefnið „greifmn" vegna þess hversu spjátrungslega hann klæddi sig.) „Hann er algjört gerpi!“ „Hann kemur mér til að hlæja, ólga,“ sagði Díana sæta ákveðin. Gleðin streymdi af slíkum fítónskrafti um mjúkan skrokk Öskars að hann missti fótanna og gaf um leið frá sér ærandi hlátursroku: vinarhug annars vegar, ýjaði að ástríðufyllri tilfxnningum hins vegar. Faðir Díönu sætu kom til dyra. Hann bauð Óskar hjartanlega velkominn og boðaði svo dóttur sína á fund „unga herramannsins“. Ungi herramaðurinn settist lófasveittur inn í stofu. Hann fékk þennan óþægilega magakrampa sem fylgdi því að troða ókunnar slóðir. Hann hafði aldrei komið í húsakynni stelpu áður (ef frá voru taldar systur hans þrjár auðvitað og um það bil þrjátíu málóðar frænkur). Díana sæta virtist mjög undrandi að sjá hann. Eins og dauðadæmdur maður rétti hann henni gjafaböggulinn. Hún opnaði gjöfina undir eins, tjáði síðan með fráleitu látbragði hversu óendanlega hamingjusöm hún væri með þennan stórfenglega tusku- bangsa. „Hann syngur Ævintýri enn gerast ef þú styður vísifingrinum laust á naflann,“ hvíslaði Óskar óstyrkum málrómi. Díana sæta þrýsti vísifingrinum laust á nafla tuskubangsans. Tuskubangsinn söngÆvintýri enn gerast. Þegar tuskubangsinn hafði sungið Ævintýri enn gerast tók við grafarþögn. Þessi grafarþögn spann sig í kringum þau eins og nýtt lag af húð, ennþá þrengri en gamla húðin. Óskar gat varla andað. Ekkert heyrðist nema óreglu- legur og ör hjartsláttur þeirra Díönu sætu og rám, ógnandi rödd tusku- bangsans sem var aftur byrjaður að syngjaÆvintýri enn gerast. Utundan sér gjóaði Óskar aug- unum á Díönu sætu. Hún var dálítið tileygð. Þau sátu í tilbreytingarleysi hlið „HNJÉ [HOH!],HNJÉ [HOH!]!“ Þegar stúlkurnar gægðust skelfmgu lostnar fyrir hornið hafði hann náð að skríða inn á kvennaklósettið og læsa á eftir sér, seilast þar skjálfandi handtökum eftir astmabrúsanum. Það komu jól: á Þorláksmessu stikaði Óskar sem leið lá til Díönu sætu með gjafaböggul. I gjafabögglinum var skemmtilegur tuskubangsi. Óskar vonaði að þessi skemmtilegi tuskubangsi túlkaði við hlið í stofusófanum klukkustund eða svo, án þess að geta komið orðum að nokkru því sem fór um huga þeirra. Þau hlustuðu á tuskubangsann syngja Ævintýri enn gerast\>2Lng‘ib til Óskar langaði að rífa úr honum rafhlöðurnar. Þegar Kfið var orðið algjörlega óbærilegt náði hann loks að stynja upp úr sér: „Jæja. Mig langaði bara að gefa þér þennan tuskubangsa. Gleðileg jól.“ ,Já, gleðileg jól.“ ,Já, sjáumst." ,Já, bæ, bæ.“ Uti var komið svartamyrkur. Óskar hugsaði um allan jólamatinn sem hann kæmi til með að úða í sig yfir hátíð- arnar. Allar rándýru jólagjafirnar sem for- eldrar hans myndu kaffæra hann með. Öll vínglösin sem þau myndu drekka. Stirðnuð glottin á vörum þeirra þegar þau lognuðust loks út af undir jólatrénu. Þetta yrðu góð jól. Það rann upp fyrir honum að hann hafði ekkert hlegið í stofunni hjá Díönu sætu. Nú óttaðist hann að hann væri kannski að fara að hlæja, eða jafnvel gráta, þar sem hann fetaði sig eftir myrkum, ísilögðum strætunum. En nei, þegar hann opnaði munninn kom út fyrsta ljóðið sem hann orti,Astin er hús.1 Hann þuldi erindin fyrir munni sér meðan hann gekk spölinn til baka. Ljóð- línurnar flæddu sjálfkrafa af vörum hans, áreynslulaust, náttúrulega. Frá orðum ljóðsins stafaði dálitlum ljósbjarma sem lýsti honum leiðina heim og fældi ein- manaleikann úr hjartanu. Eftir þessi fyrstu kynni sín af ástinni hætti Óskar að hlæja og byrjaði að yrkja. SKY VIÐAUKI: Ástin er hús (eftir Óskar Vilhjálmsson; 23. desember árið 1990 og eitthvað) ástin er hús með engum veggjum og engum glugga ástin er hús sem baðað er bæði birtu og skugga ástin er hús með engri verönd og engum garði ástin er hús sem einhver byggði i afviknu skarði ástin er hús með engu gólfi og engu þaki ástin er hús sem upp mun gufa á andartaki 32 SKÝ 4. tbl. 2013 1 sjá viðauka 4. tbl.2013 SKÝ 33

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.