Ský - 01.08.2013, Blaðsíða 31

Ský - 01.08.2013, Blaðsíða 31
mikil hákarlalaug og nokkrir stórir fiskar sem eru í topp 50 stráka hópnum og topp 50 stelpna hópnum sem sitja í raun og veru um fáránlegt íjármagn, að mér finnst; þau græða fleiri tugi milljóna bandaríkja- dollara á ári. Þetta er náttúrlega magnað og ég samgleðst þeim þótt ég þekki þau ekki. Þetta er ótrúlegur bransi og ég þakka fyrir að hafa fengið að gægjast inn í hann. Á sama tíma er oft erfitt að koma sér í eðlilega rútínu vitandi hvernig laun almennra lækna blikna oft í samanburði við laun fyrirsæta úti í heimi. En það er víst innihald starfsins sem knýr mann áfram þegar svona hugsanir sækja á mann.“ Elmar er 28 ára og segist eiginlega vera orðinn of gamall í fyrirsætustarfið; hann bendir á að flestar karlkyns fyrirsætur séu á aldrinum 18 til 26 ára og síðan séu það eldri menn. „Eg er mjög þakklátur fyrir að hafa verið þetta gamall þegar ég fór út því það fylgir þessu starfi að þræða bæinn allan daginn, fara í prufur og fá stundum höfn- un. Ég ímynda mér að þetta hefði gjör- samlega eyðilagt mig ef ég hefði farið út þegar ég var 18 eða 19 ára því þá hefði ég velt fyrir mér hvað væri athugavert við mig þegar mér hefði verið hafnað." Elmar er líka þakklátur fyrir að hafa fengið þetta tækifæri. „Eg hef farið til landa og staða sem ég hefði annars aldrei séð og hitt fólk sem ég hefði annars aldrei hitt. Eg hef ekki sótt í peningana þótt það sé alltaf gott að hafa meira á milli hand- anna um mánaðamót en ella.“ Hverjir eru eftirminnilegustu staðirnir? „Það er New York af því að það var fyrsti staðurinn þar sem ég þurfti einhvern veginn að fóta mig í þessum heimi. Mér fannst Króatía vera magnaður staður og það sama á við um Feneyjar." Hann hefur farið víða á undanförnum tveimur árum og er ákveðinn í að fara til Indlands eftir útskrift. Þar vill hann finna ræturnar. Hitta föðurfjölskylduna. „Mig langar til að kynnast rótunum; pabbi ól mig upp og kom áfram ákveðnum arfi. En það er margt sem ég upplifi að ég eigi enn ólært um uppruna minn.“ Hann talar um falleg lönd. Fallega staði. Fallegt fólk. Hvað er fegurð í huga hans? „Mér finnst fegurð eiginlega vera góð- mennska og gjafmildi. Ég sé mikið af fallegu fólki eða það sem stílað er á að sé fallegt samkvæmt þessum almennu stöðl- um. En svo er mikið af því sem geislar ekki af fegurð að innan; ég veit það þó ekki. Þetta er afstætt. Fyrir mér er fegurð góð- mennska og mér finnst það vera fallegt þegar fólk hjálpar minnimáttar. Mér finnst einskær og einlæg góðmennska vera fegurð.“SKÝ anMMMrOŒrp i u i ri u r n KBDffiJŒiRm] íWTlníTííTWlwfffl iátitkásmkk r4 |>^<j www.ullarkistan.is Laugavegi 25 Hafnarstræti 99-101 "1!^ Reykjavík Akureyri 4. tbl. 2013 SKÝ 31

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.