Ský - 01.08.2013, Blaðsíða 35

Ský - 01.08.2013, Blaðsíða 35
Af Austfjörðum tóku ránsmennirnir 110 manns og að talið er 242 í Vestmannaeyjum. Minnst 10 voru drepnir fyrir austan en 34 í Vestmannaeyjum. Þarvarð sannkallað blóðbað. GÖMUL OG NÝ HEFÐ SJÓRÁNA Murat Flemming, sá sem sigldi með séra Olaf Egilsson á skipi sínu frá Vestmanna- eyjum, var hugsanlega flæmskur eða Niðurlendingur að uppruna. Slíkir menn komu Tyrkjum á bragðið með að ræna víðar en inni á Miðjarðarhafi. Sjórán voru atvinna þessara „Tyrkja" en þeir komu ekki fráTyrklandi nútímans og voru jafnvel evrópskir. „Að einhverju leyti má líkja þessum ránsmönnum við Sómalina, sem síðustu ár hafa tekið áhafnir flutningaskipa og skemmtibáta í gíslingu á Adenflóa og krafist lausnargjalds,“ segir Steinunn. „Þó skortir kannski jafnskýr tengsl við yfirstjórnendur í síðara dæminu. En eitt markmiðið var og er að fá greitt lausnargjald. Flestir hinna herteknu enduðu þó sem þrælar og enginn veit hvort þeir eiga afkomendur við Miðjarð- arhafið." Ránin á íslandi og raunar einnig í minna mæli á írlandi og í Færeyjum voru undantekningin í þessum sjóránum á Atlantshafi. Yfirleitt var ráðist á skip og báta úti á sjó. Strandhögg var ekki talið líklegt til árangurs vegna varna í landi. Sjórán gáfu betur af sér og voru áhættuminni. Evrópubúarnir í liði ræningjanna vissu að varnir Dana á Atlantshafi voru afar bágbornar. NÆR 400 HERTEKNIR Árásirnar voru líka langtum umfangsmeiri en í öðrum löndum. Af Austfjörðum tóku ránsmennirnir 110 manns og að talið er 242 í Vestmannaeyjum. Minnst 10 voru drepnir fyrir austan en 34 í Vestmanna- eyjum. Þar varð sannkallað blóðbað. Að auki voru Landakirkja og dönsku verslun- arhúsin brennd til grunna. Árásin á Grindavík var umfangsminni en þar tóku ræningjarnir þó nokkra menn, bæði íslenska og danska. I hópi hinna herteknu voru karlar, konur og börn. Alls hafa þetta verið nær 400 herteknir. Ekki er nákvæmlega vitað um tengsl einstakra ránshópa og hvort þeir unnu saman. Þó berast böndin að áðurnefndum Jan Janzoon, eða Murat Reis eins og hann hét líka, sem upphafsmanni herferðarinnar norður í höf. Flann rændi í Grindavík og var í vitorði með ránsmönnum í Vestmannaeyjum. Hollendingurinn var alræmdasti sjóræn- inginn í þessum hópi og að lokum enduðu flestir hinna herteknu á þrælamarkaðinum í Algeirsborg þar sem Jan Janzoon seldi gjarnan feng sinn. Hann var sannkallaður lukkuriddari í þessu samhengi. Heima í Haarlem í Hollandi átti hann konu og börn og sömuleiðis í Salé í Marokkó og var þar músHmi — Tyrki. GRÓÐAVEGUR Sjóræningjarnir náðu að athafna sig fyrir austan í nokkra daga og rændu ekki bara fólki heldur líka fénaði og öllu verðmætu. Svo virðist sem þeir hafi bæði hugsað sér að afla matar og gísla. Og í landi voru engar varnir. Fólk náði að flýja til fjalla og það var eina vonin. Við strendur Evrópu voru víða virki með fallbyssum og varnar- liði. Austfirðingar voru vopnlausir. Góður árangur fyrir austan hefur hvatt til frekari dáða. Við suðurströndina er hvergi gott til landtöku fyrr en komið er til Vestmannaeyja. Þar sást til skipa þeirra 16. júlí og skelfmg greip um sig en varnir mistókust. Eftir að í Barbaríið kom hófust tilraunir Sjóræningjarnir náðu að athafna sig fyrir austan í nokkra daga og rændu ekki bara fólki heldur líka fénaði og öllu verðmætu. Algeirsborg. Þrælauppboð. Úr kvikmynd um Tyrkjaránið. til að fá peninga fyrir fólkið. Séra Ólafur Egilsson var látinn laus í þeim tilgangi að gera Danakonungi viðvart. Konungur sendi sinn mann suður og honum tókst að leysa nokkra tugi manna út níu árum síðar gegn háu gjaldi. Þar á meðal var ef til vill frægasta persóna þessarar sögu: Guðríður Símonar- dóttir, sem síðar var kölluð Tyrkja-Gudda. Um ævi Guðríðar, ránið, fangavistina og ferðina heim hefur Steinunn Jóhannes- dóttir skrifað Reisubók Gudríðar Símonar- dóttur. SKÝ 4. tbl. 2013 SKÝ 35

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.