Ský - 01.08.2013, Blaðsíða 10

Ský - 01.08.2013, Blaðsíða 10
koma alls staðar frá - allt frá lífríkinu yfir í bíómyndir, arkitektúr, áferðir eða hvað sem er. Eg byrja á rannsóknarvinnu og safna saman endalausu myndefni í möppu. Ég fer síðan yfir það og reyni að velja úr það sem er áhugavert og á endanum togar eitthvað í mig sem ég þróa frekar. Við erum núna að vinna í sumarlínunni fyrir sumarið 2014 og er ég aðallega að stúdera áferðir og textíl. Ég veit ekki ennþá hvert það mun leiða mig.“ Verslun JOR við Laugaveg er glæsileg. Þar fæst fjölbreytt úrval herrafatnaðar auk ýmissa fylgihluta svo sem bindi, slaufur, sokkar og skór. Eitthvað er til frá öðrum framleiðendum svo sem hálstau frá YSL og skór frá Stacy Adams. „Það er mestallt framleitt í Istanbúl í Tyrklandi nema bindi, slaufur og klútar eru framleiddir í Erakklandi. Svo er eitthvað af prjónavörunum framleitt í Litháen." Guðmundur hannaði í fyrstu allt einn, meira að segja skó, en nú hafa hönnunar- nemarnir bæst í hópinn. Guðmundur leiðir hönnunarvinnuna. „Ég heflagt mikla áherslu á jakkaföt og leggjum við áherslu á góð snið og vönduð efni. Þetta tvennt skiptir öllu máli en við höfum unnið í sníðagerðinni með 7ÍHÖGGI og Hexa. Ég lagði mikla áherslu á að allur grunnurinn væri vel gerður enda hafa sniðin reynst mjög vel. Svo notum við eingöngu náttúruleg efni.“ Guðmundur segist hanna og framleiða bæði sígild og framúrstefnuleg jakkafot. „Það var t.d. svolítið um jakkaföt í pastel- litum í sumarlínunni." Hvað með viðtökurnar? „Þetta hefur gengið miklu betur en ég bjóst við.“ Guðmundur hefur ekki einungis hannað föt og fylgihluti með herra í huga heldur er von á dömulínu í haust og verður dömu- deild opnuð í október eða nóvember. „Dömulínan er svolítið innblásin af herra- fatnaði og er lögð mikil áhersla á yfirhafnir - jakka og kápur - og draktir. Það er sjálf línan. Svo erum við með undirlínu og þar er allt mögulegt - úrval af kjólum, galla- buxum, toppum, prjónavörum og öllu því helsta. SvoHtið töff kona er ímynd merkis- ins.“ HYGGUR Á ÚTRÁS Guðmundur hefur lært mikið undanfarin tvö ár. „Það hjálpaði mér mikið að hafa unnið hjá Kormáki og Skildi og ég vissi hvernig þetta fúnkerar. Það var mjög góð reynsla. Ég hef lært að stýra og leiða fyrirtæki, vinna með öðrum og vinna við fjölbreytt verkefni. Það dýrmætasta í þessu er að geta deilt verkefnum. Mér finnst gaman að gera viðskiptaáætlanir, vera í öllum þessum pælingum og hitta fólk eins og fjárfesta. Þetta er áhugaverður bransi. Ég hef gert mér betur grein fyrir Hot pick! - r -r v ‘ >•. m t Weofferssixdifferent ^ t, tQyrs from Reykjavík. Adventure Tour with Lunch and guest-houses ** * 1 I ■ ° C. 11*. We offers six drfferent tours from Reykjavik. We ride along comfortable riding paths in Heiðmörk and Rauðhólar accompanied by specially trained guides. Lobster soup is served in our beautiful café. The tour is about 3 V2-4 hours, the time spent on horseback being around I-V2 hour. Max 8 people on each tour Tour from around 09:00 -13:00 at the hotel. Tourfrom around 13:45 -18:00 at the hotel. Price 10.900 isk BOOK NOW +354 477-2222 www.reykjavikridingcenter is hvar áhugasvið mitt liggur. Hönnunin er það dýrmætasta sem og nýsköpun og ný verkefni. Mér finnst þetta vera mjög skemmtilegt og svo er bara að halda áfram. Hugmyndin er að byrja að selja fatnað- inn erlendis á næsta ári og ætlum við að fara á sýningar erlendis, svo sem í Kaup- mannahöfn, en svo eru það tískuvikur í París eða New York. Ég vil búa til flott merki sem verður þekkt og geta opnað verslanir erlendis. Það er markmiðið. Eins og ég sagði áðan þá legg ég áherslu á að taka sénsinn og vera stórhuga." LAXVEIÐIN Guðmundur er fjölskyldufaðir; trúlofaður Kolbrúnu VÖku Helgadóttur, mannfræð- ingi og ljósmyndara, og eiga þau tveggja ára son sem heitir Jörundur Orvar. Guðmundur segir að það sé mest unnust- unni og íjölskyldunni allri að þakka hvernig hann getur prjónað og klæðskera- saumað vinnu og einkalíf. „Ég græddi auk þess mikinn tíma þegar ég hætti að drekka fyrir tveimur árum en þá hafði ég meiri tíma fyrir vinnu og íjölskylduna. Ég drakk ekkert svo mikið en þetta tók tíma og orku og ég hugsaði með mér að þetta væri orðið gott. Svo dreifi ég ábyrgðinni í fyrirtækinu en það er mjög mikilvægt því annars væri ekki hægt að gera þetta allt.“ Laxveiði er aðaláhugamál Guðmundar. „Það er það skemmtilegasta sem ég geri. Ég hef farið í laxveiði frá því ég man eftir mér en pabbi kenndi mér þetta. Ég hef veitt mikið með honum í gegnum árin. Mér finnst allt vera heillandi við laxveiði. Segja má að ég þurfi að hugsa um 100 hluti í einu í vinnunni og þá er gott að gera eitthvað annað eins og að fara í veiði. Það eina sem maður þarf kannski að hugsa um í fimm daga er að veiða einhvern fisk. Það er ekkert annað sem truflar. Ég sinnti ekkert vinnunni í sumar þegar ég var í veiðitúrum og opnaði ekki einu sinni tölvupóstinn.“ Hann segist yfirleitt sleppa laxinum en eldi þó stundum þá laxa sem hann ákveður að halda. Hvort hann hafi fengið hugmyndina að laxableiku jakkafötunum sem voru í sumarh'nunni í ár í veiðiferð skal ósagt látið.SKV 10 SKÝ 4. tbl. 2013

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.