Ský - 01.08.2013, Blaðsíða 23

Ský - 01.08.2013, Blaðsíða 23
___ÁSTARBRÉF til sjö næturvaktir þar sem maður er á milli svefns og vöku. Þetta er mjög gefandi og skemmtilegt starf þar sem ég kynnist alls konar fólki sem ég þarf að vera innan handar. Þetta snýst um virkni og að virkja fólk til að taka þátt í daglegum athöfnum, þetta er ekki allt vesæld eins og fólk vill stundum halda. Starf á geðdeild er sveipað rómantík og það finnst mér endurspegla viðhorf til geðraskana í samfélaginu. Það má alveg segja að þverskurður íslensku þjóðarinnar sé inni á Kleppi.“ HEFUR UNUN AF SKRIFUNUM I sumar vinnur Dagur að lokaverkefni sínu í meistaranámi í ritlist við Háskóla Islands og skrifar sína fyrstu skáldsögu sem nefnist Davtð Oddsson og ég - söguleg ástarsaga. „Námið hefur gert mikið fyrir mig, það er opið og frjálst og kennararnir eru allt reyndir rithöfundar og það mætti frekar segja að þeir væru ritstjórar en kennarar. Nemendurnir, sem allir vinna að sama áhugamáli, verða vinir manns og stuðning- urinn og krafturinn í hópnum er ómetan- legur. Það er mjög dýnamískt samband í hópnum sem er góð leið til að brjótast um stund út úr einmanaleikanum," útskýrir Dagur og þegar talið berst að yrkisefnun- um er hann fljótur til svars; „Ég hef svo mikla unun af að skrifa um hvað sem er. Ljóðið er minn heimavöllur og kjarninn en ég nota hin og þessi form. Það er misjafnt hvað ég skrifa um, þó er þetta ekki sjálfsævisöguskáldskapur en ég sæki í allt í kringum mig, það sem ég heyri og sé. Fólkið í kringum mig hefur meiri áhrif á mig en til dæmis verk einhverra rithöfunda.“ POPPSTJARNAN DAVÍÐ STEFÁNSSON Líkt og fyrr var nefnt hlaut Dagur Bók- menntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar á síðasta ári fyrir fyrstu ljóðabók sína Þar sem vindarnir hvílast - ogfleiri einlœg Ijóð. Skemmst er frá því að segja að faðir Dags, Hjörtur Marteinsson, hlaut sömu verðlaun árið 2000, fyrir skáldsögu sína AM 00. „Þetta er í fyrsta sinn sem feðgar vinna þessi verðlaun og ég verð að viðurkenna að þetta var enn ljúfara fyrir vikið. Annars hafði þetta mikla þýðingu fyrir mig því það er ekki sjálfgefið að fá gefna út eftir sig ljóðabók á Islandi og/eða í heiminum. Bókin var valin úr nafnlausum handritum og fyrir tilstuðlan verðlaunanna auðveldaði það mér að koma bókinni út. Ég fór víða til að kynna bókina og lesa upp úr henni en mér finnst mjög gefandi að deila skáld- skapnum með væntanlegum lesendum,“ segir Dagur og bætir við; „Ljóðin mín eru stutt og einföld og auðlesin. Þau eru allskonar og hversdags- legar hugljómanir eru áberandi. Þau eru tær og í fáum og skýrum orðum þannig að fólk þarf ekki að vera með háskólagráðu til að klóra sig í gegnum þau. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum eru íslendingar í dag lítið fyrir ljóðlestur, það er eins og ljóðið eigi ekki upp á pallborðið. Hér áður fyrr var Davíð Stefánsson eins og popp- stjarna og ég held að ljóðahöfundar áður fyrr hafi átt meira samtal við samtímann.“ SKAPANDI KRAFTUR í ÖLLUM Dagur sér ekki fram á að geta lifað af ritstörfunum og segir það í raun fjarlægan draum. Hann horfist þó í augu við þá staðreynd og hefur annað viðurværi með- fram skáldskapnum. „Það koma alveg dagar þar sem maður missir trúna á að geta skrifað eitthvað almennilegt. Það getur verið lýjandi og mér finnst stundum eins og fjögurra tíma vinnudagur við skriftirnar jafnist á við fullan vinnudag. Maður er alltaf að ganga á sjálfan sig við skriftirnar og það getur verið streð. Þá er ekki hægt að leyfa sér rólegan dag í vinnunni og kannski er þessu best líkt við atvinnufólk í íþróttum. Það væri sniðugt hérlendis að koma á styrkjum fyrir unga höfunda sem er ólíklegt að slái í gegn með sína fyrstu bók því það tekur tíma og menn þurfa að sanna sig áður en þeir kom- ast á rithöfundalaun.“ Dagur er af skapandi fólki kominn, faðir hans Hjörtur er kennari og rithöfundur í hjáverkum og móðir hans er myndlistar- konan Guðbjörg Lind Jónsdóttir og því á hann ekki langt að sækja hæflleikann til sköpunar í einmanaleikanum. „Listir og bókmenntir hafa alltaf verið í hávegum hafðar á heimili foreldra minna svo það er kannski ekki skrýtið að ég fetaði þessa braut. En auðvitað er skapandi kraft- ur í öllum, það er bara mismunandi hvar fólk finnur það. Umhverfið hefur síðan mikil áhrif og stýrir manni að stóru leyti í þessu öllu saman.“ SKV ég hef veriíb að reyna aS ná í þig þú skildir eftir varirnar þínar í munnþurrkunni síSustu helgi ég hef hringt af augljósum ástæðum hefur þú ekki svarað en ég vildi bara láta þig vita að ég er með varirnar þínar hérna á náttborðinu og það truflar mig ekki vitund þótt þú talir upp úr svefni £G VAR AÐ HORFA Á TUNGLIÐ ég var að horfa á tunglið speglast í polli þegar þú komsf gangandi á móti mér djöfullinn sagðir þú en ég sagði elskan hafðu ekki áhyggjur þó annar skórinn sé blautur því í kvöld hefur þú stigið fæti á tunglið fYRIR ÞIG I fyrir þig skal ég róa bát inn í nóttina leggja þar net fyrir drauma fYRIR ÞIG II fyrir þig skal ég aka á valtara inn í nóttina vinna þar þrotlaust að vegagerð milli svefns og vöku

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.