Ský - 01.08.2013, Blaðsíða 29
SORGIN
Orlögin ætluðu fjölskyldunni annað en að
búa á ísafirði. Helga Lára fékk krabbamein
og flutti fjölskyldan til Reykjavíkur þegar
Elmar var sjö ára.
„Þetta var náttúrlega svolítið erfiður tími
og við fluttum til Reykjavíkur til að
mamma gæti fengið betri meðferð heldur
en var í boði fyrir vestan. Maður þurfti
kannski að fullorðnast svolítið fljótt en
sem betur fer átti ég pabba minn sem
hefur verið algjör hetja; algjör stoð og
stytta. Hann gerðist netagerðarmaður
þegar við fluttum í bæinn svo hann þyrfti
ekki að vera jafnmikið í burtu og ef hann
væri á sjónum.
Eg fylgdi mömmu í geisla- og lyfja-
meðferðir og ég upplifði alltaf að læknarnir
væru að reyna að hjálpa henni og mér
fannst starf þeirra vera mjög heillandi. Þótt
ég væri svona ungur þá fannst mér þetta
vera eftirsóknarverð kunnátta. Eftir á að
hyggja er það mér minnisstætt að ég hafi
farið með henni í meðferðir. Það er mér
dýrmætt að eiga þessar minningar og mér
finnst gott að geta hugsað um að hafa deilt
þessum stundum með henni.“
Helga Lára dó þegar Elmar var tíu ára.
Hann var þá búinn að móta sér hugmynd
um að verða læknir.
„Minningin sem slík af seinustu stund-
um hennar er góð, þótt þetta hafi verið
strögl síðustu árin sem hún lifði. Eg þurfti
að aðlagast því að mamma var dáin en það
er erfitt fyrir tíu ára barn að skilja svona
missi. Ég held ég hafi ekki unnið mig út úr
sorginni fyrr en ég var eldri. Ég átti ein-
hvern veginn alltaf erfitt með mig fram á
fullorðinsár og sá, eftir því sem árin liðu,
að ég vann aldrei almennilega úr þessu. Eg
upplifði sorg yfir einhverju sem ég vissi
ekki einu sinni hvað var. Ég var ungur
maður með allt í höndunum en var samt
dapur - mér fannst það vera óeðlilegt. Ég
held að það hafi verið algjör sorg. Ég held
að það sem ég hafi lært af þessu sé að njóta
þess sem maður á, meðan maður á það. Ég
hef lært að njóta augnabliksins."
LÝTALÆKNINGAR,
HJARTALÆKNINGAR...
ELmar gekk í HagaskóLa og síðan Lá leiðin
í Menntaskólann í Reykjavík þar sem
hann var á náttúrufræðibraut. „Þetta var
allt strúktúrerað og planað. Ég var
ekki að gera neinar gloríur í
menntaskóla - iangt frá því. Ég
einbeitti mér að félagslífinu og
skemmtanalífinu og þegar ég
byrjaði í læknisfræðinni þurfti ég
fyrst fyrir alvöru að tileinka mér
það að læra. Það krefst alveg
gríðarlegs sjálfsaga og þrautseigju
sem ég hef svo getað nýtt á fleiri
sviðum lífs míns.“
Hann gerir ráð fyrir að
útskrifast sem læknir fyrir áramót
og þá tekur kandídatsárið við.
„Kandídatsárið veitir mér almennt
lækningaleyfi og ég get annaðhvort
unnið áfram eða farið eftir það beint í
sérnám. Mig Langar til að fara í sérnám
og það er margt sem kemur upp í
hugann. Ég hef alltaf heillast mikið af
lýtaiækningum eftir að ég kynntist því í
gegnum verknám mitt á spítalanum.
Mér finnast hjartalækningar líka koma
til greina."
Hann segist kannski fara til Svíþjóðar í
framhaidsnám þar sem hann viti að margir
af nánustu vinum sínum í læknisfræðinni
hyggi þar á framhaldsnám.
„Þegar ég loka augunum og sé sjáifan
mig fyrir mér í framtíðinni þá er það alltaf
á Islandi. Ég veit ekki af hverju það er;
sama hversu slæm kjörin eru. Ég myndi
vilja ala börnin mín upp hér.“
GUIDE TO ICELAND
ELmar segist aldrei hafa verið hinn hefð-
bundni Læknanemi. „Ég hef alltaf gert það
sem ég vil og læknisfræðin er bara eitt af
því.“
Eitt af því sem hann fæst við er fyrir-
tækið Guide to Iceland sem hann rekur
ásamt vini sínum.
„Við höfum gaman af að ferðast og
sáum hvernig ferðaþjónustan á Íslandi er
að springa út. Við fengum hugmynd sem
felst í því að koma erlendum ferðamönn-
um í samband við íslendinga áður en þeir
koma til íslands. Þeir geta þannig nálgast
upplýsingar um landið á persónulegri hátt
en áður hefur þekkst. Við höfum fengið
mjög góðan hljómgrunn á meðal þeirra
sem starfa í ferðaþjónustunni á Islandi.
Um 30 einstaklingar koma að þessu og
veita af visku sinni um ísland og skrifa
Elmar segist aldrei hafa dreymt um aö verða
fyrirsæta né haft sérstakan áhuga á tísku,
hann hafði aldrei gert sér í hugarlund að þessi
atburðarás myndi fara af stað. Elmar vann fyrst
í New York í tengslum við myndatökur fyrir
tískutímarit og endaði dvöl sína í New York með
því að taka þátt í tískuvikunni en boltinn byrjaði
í rúlla fyrir alvöru þegar hann flutti til Milanó en
þá vann hann fyrir þekkt merki svo sem Hugo
Boss, Diesel og Roberto Cavalli.
4. tbl. 2013 SKÝ 29