Heilbrigt líf - 01.06.1941, Blaðsíða 23
auk steypu. Við höfum meira að segja gleymt honum
svo gersamlega öldum saman, að þegar hann nú á allra
síðustu árum er að byrja að ná fótfestu aftur í landinu,
þá þarf, til þess að nokkur kannist við, hvað við er átt, að
kenna hann við þá þjóð, sem hjelt honum óbreyttum í
aldaraðir og sótti í hann heilsu og þrek.
Það er full ástæða til að kynna landsmönnum hann aft-
ur, sjerstaklega þegar þess er gætt, að hann hefir enn
sem fyrr, sökum fjölbreytilegra mótunarmöguleika sinna,
bestu skilyrði til þess að verða aftur almenningseign.
Jafnvel miklu betri skilyrði til þess, heldur en kerlaugar-
baðsiðurinn. Ekki skal metast um það, að hann veitir
betra og fullkomnara bað, og meiri nautn og hressingu í
sinni fullkomnu mynd, heldur en kerlaugarnar, heldur
aðeins litið á það, að gufubaðstofa kostar oft sára-
lítið og aldrei neitt svipað og baðherbergi með öllum
nýtískuáhöldum. Jafnvel rekstrarkostnaður getur orðið
hverfandi lítill, ef góð skilyrði eru fyrir hendi, og þau eru
víða til; því að nú er, sem betur fer, ólíkt meira um eldi-
við og aðra hitaorku heldur en var, þegar gufubaðsiður-
inn lagðist niður og dó út með þjóð vorri.
III. Finnsk baðstofa, „sauna“.
„Bæti ei baðstofan, er bani vís“.
Bak við þetta gamla finnska orðtæki, sem hljómar
glettnislega í vorum eyrum, felst meiri alvara hjá Finn-
um heldur en útlendinga órar fyrir. Þetta verður þó skilj-
anlegt, þegar menn kynnast hlutverki baðstofunnar í þjóð-
lífi þeirra. Það er miklu víðtækara en að losa notendurna
við óhreinindi líkamans einu sinni í viku.
Baðstofan er jafnframt sjúkrahús heimilisins í viðlög-
um, og fæðingarstofnun. Hún er helgur staður. Þar inni
má ekki blóta. Þegar kona tekur ljettasótt, er hún flutt í
baðstofuna. Þar elur hún barn sitt og sefur fyrst á eftir.
Heilbrigt líf
21