Heilbrigt líf - 01.06.1941, Blaðsíða 28
laus og kæfandi, eins og í þvottahúsi, og hefir enginn
heyrst halda því fram, að sú gufa væri til heilsubótar.
Annað atriði í finnsku baðsiðunum, sem fólgið er í mikl-
um hita og kælingu á víxl, miðar að því að opna og loka
svitaholunum sem ákafast og örast, til æfinga og þjálfun-
ar á húðvöðvum. Hrísflenging miðar m. a. að því sama.
Lokakæling miðar að því að loka vel húðinni, svo að hitinn
fari ekki út um of. Loks er hvíldin á eftir afar þýðingar-
mikil, einkum ef menn fara þreyttir í bað. í Finnlandi
hagar víðast svo til, að baðstofan er rétt við íbúðarhúsið,
og fara menn þá í rúm sitt á eftir til hvíldar; og sé baðið
tekið að kvöldi, ganga menn til svefns strax á eftir bað-
inu, og er það bezt.
Mikil áreynsla er í því fólgin að svitna mikið, og
mikið vökvatap einnig. Ýms sölt, auk annara efna, fara
einnig með svitanum í bili, en eru nauðsynleg í vökva-
jafnvægi líkamans, eins og t. d. matarsalt. Öll þessi at-
riði gera það augljóst, að það eru takmörk fyrir því,
hversu oft menn skuli taka svona bað. Auðvitað fer það
nokkuð eftir því, hve rækilega menn taka baðið í hvert
sinn. Sumum hættir til að keppast við að þola sem mestan
hita og kulda, og það sem lengst. -— Það er mesti misskiln-
ingur. — Þægilegur meðalvegur er þar bestur, allt offors
hefnir sín. Sé miðað við öfgalaust bað, telja Finnar bað
1—2svar í viku hæfilegt, en oftar komi til mála, ef um
mikla erfiðisvinnu er að ræða.
Á vetrum kæla Finnar sig oft í snjónum eftir baðið, og
er það talinn vottur um hina miklu hreysti þeirra. En sje
snjór nýfallinn og logn úti, þá mun síst kaldara að velta
sjer upp úr snjó, þótt dálítið frost sje, heldur en fara undir
kalda steypu. Finnar sækjast eftir að byggja baðstofurnar
við stöðuvötn, til þess að geta kælt sig á sundi eftir baðið.
Þetta er auðvelt í Þúsundvatnalandinu. Það fer þá að
verða skiljanlegt, að Finnar leggja ekki ríka áherzlu á að
26
Heilbrigt líf