Heilbrigt líf - 01.06.1941, Blaðsíða 71
hnekkir þjóða á meðal, ef mikið ber á taugaveiki að jafn-
aði.
Hjer hefir nú verið minnst nokkuð á þýðingu hrein-
lætis frá heilsufræðilegu sjónarmiði. Mætti og á svipaðan
hátt nefna dæmi um þýðingu mataræðis, klæðnaðar, hús-
næðis o. fl., en það yrði of langt mál að fara frekar út í
það hjer.
Allt er þetta viðfangsefni heilsuverndarstarfseminnar,
sem miðar að því, annarsvegar að kenna fólki að lifa
þannig að sem minnst hætta sje á sýkingu, og hinsvegar
að búa svo um, að sem fyrst verði vart, ef sjúkleg einkenni
koma fram, svo að tækifæri gefist til úrbóta, áður en var-
anlegt tjón hlýst af.
Víða erlendis er öll heilsuverndarstarfsemi komin í fast
kerfi með heilsuverndarstöðvum sem starfseiningu. Land-
inu er þá skipt í heilsuverndarsvæði, er hvert hefir sína
stöð, og starfa þar bæði læknar og heilsuverndarkonur.
Þar er fólki, sem leitar ráða, veitt móttaka á vissum tím-
um. Á einum tíma er t. d. ungbarnavernd, þar sem mæður
koma með ungbörn til að láta fylgjast með framförum
þeirra og fá leiðbeiningar um meðferð þeirra. Á öðrum
tíma er viðtalstími fyrir barnshafandi konur, þá berkla-
varnir o. s. frv. Á stórum heilsuverndarstöðvum eru þessar
sjergreinir aðgreindar, hafa hver sitt húsrúm og starfs-
fólk.
Allar leiðbeiningar eru veittar ókeypis, en lækninga-
aðgerðir fara venjulega ekki fram þarna. Fólki, sem þess
þarfnast, er vísað til almennra lækna eða sjúkrahúsa. Auk
starfs síns á stöðinni í heimsóknartímanum, er heilsu-
verndarkonunni ætlað að líta til með heimilunum, eftir því
sem tilefni gefst. Er þetta einn þýðingarmesti þáttur
starfs hennar og sá, sem mestan árangur ber, ef hún er
starfi sínu vaxin, því að þarna er best aðstaða til þess að
leiðrjetta ýmsar misfellur, efla hreinlæti, kenna meðferð
Heilbrigt líf
69