Heilbrigt líf - 01.06.1941, Blaðsíða 58
Slysfarir og sjálfsmorð.
Dánir af slysum 75, en 15 sjálfsmorð. Auk þess vitan-
lega mjög mörg slys, sem ekki eru banvæn. Tilefni til
alvarlegra slysa voru mjög margbreytileg, og skal hjer
minnst á það helsta: Börn helltu á sig heitu vatni og
brenndust. Kona notaði bensín til að kveikja upp með, en
brann til dauða ásamt barni. Börn og fullorðnir rjáluðu
við skotfæri og byssur, og fengu skot í sig. Bíll steyptist
fram af brúarsporði, og var margt fólk í bílnum. Á sömu
leið fór fyrir manni á reiðhjóli. Ökuslys yfirleitt algeng.
Hestar fældust og urðu slys að. Þá eru sjóslys, slys við
smíðar og hafnarvinnu. Líka í skemmtiferðum. Drukknir
menn verða fyrir byltum eða slasast í áflogum. Við eitt
sjóslysið sprakk slagæð í heilanum og blæddi inn að heil-
anum. Hjeraðslæknirinn (í Vestmannaeyjum) meitlaði
upp hauskúpuna, batt fyrir æðina og bjargaði lífi sjó-
mannsins. Sami hjeraðslæknir getur þess, að hann sprauti
slasaða menn með serum gegn ginklofaveiki (stífkrampa),
ef mold eða slík óhreinindi lenda í sárum. Einsog kunn-
ugt er, var þessi hroðalega veiki áður fyrr landlæg í Vest-
mannaeyjum, og munu sýklarnir sífellt leynast þar í rækt-
aðri jörð.
1 34 hjeruðum eru talin fram 238 beinbrot og liðhlaup.
Flest eru rifbrot og úlfliðsbrot (fract. radii); þá fótleggs-
og viðbeinsbrot. Hryggbrot voru í 4 skipti, en vafalaust
koma þau þó oftar fyrir, án þess að vitað sje. Liðhlaup voru
langoftast í axlarlið, eða 18 sinnum, en þar næst í oln-
bogalið. f Hofsóshjeraði fór maður úr augnakörlunum, en
lækninum tókst að koma mjaðmarliðnum í samt lag.
Sjúlcrahús og heilbrigðisstofnanir.
Rúmafjöldi sjúkrahúsa telst 1167, og koma 9,9 rúm á
hverja þúsund íbúa. Á heilsuhælum eru rúmin 284. Árs-
skýrslan ber með sjer, að spítalarnir eru mjög misjafn-
56
Heilbrigt líf