Heilbrigt líf - 01.06.1941, Blaðsíða 81
ingi byggð. ísland er ekki lengur land hins eilífa friðar,
og auk baráttunnar við farsóttir og landlægar plágur, höf-
um við vofandi yfir okkur náttúrukrafta, sem hvað eftir
annað hafa valdið slysum og tjóni, svo sem hafís, eldgos
og jarðskjálfta. Gegn slíkum hættum er e. t. v. ómögulegt
að tryggja þjóðina til hlítar, en vel þjálfuð og fjölmenn
Rauða Kross sveit myndi vissulega geta komið að ómetan-
legu liði hjer eins og annarstaðar á hættutímum.
EITURLOFT í HERNAÐI
Kemiskur hernaður á sjer langa sögu. Sagnritarinn Thucy-
dides lýsir því, að tjöru- og brennisteinsgufa hafi verið notuð í
Peloponnes-styrjöldunum löngu fyrir Krists burð. Eiturloft var
líka notað í Krímstríðinu. Annars kemur það aðallega við sögu í
heimsstyrjöldinni.
í „táragasi" er h r ó m og k 1 ó r, sem ertir augun, veldur miklu
tárarennsli og truflar sjónina. Sumar a r s e n í k- og klórgufur erta
mjög slímhúðir í barka og lungnapípum. Hermennirnir, sem anda
þeim að sjer, verða andstuttir og þegjandi hásir, og óvígir um sinn.
F o s g e n eitrar lungun og er banvænt. Það var notað í orustun-
um um Verdun. Blásýra er líka bráðdrepandi. „M u s t a r ð s“-
gas hefir í sjer klór og brennistein. Það brennir augu og hörund.
Eiturlofti er dreift úr skriðdrekum og flugvjelum eða skotið
með fallbyssukúlum. Líka er það látið berast með vindi. Hermenn-
irnir verjast eiturloftinu með gasgrímum. En í þeim eru viðarko!
og kemisk efni, sem sia eitrið frá andrúmsloftinu.
Ymsir herlæknar telja eiturloftið engu ómannúðlegra vopn en
kafbáta, flugvjelar eða byssustingi, því að flestir, sem á annað borð
lifa eitrunina af, ná sjer furðanlega. Tiltölulega fáir verða aum-
ingjar eftir á. G. Cl.
Heilbrigt líf
79