Heilbrigt líf - 01.06.1941, Blaðsíða 20
voru næsta fágæt í stærstu kauptúnum landsins. Nú er
varla reist svo íbúðarhús í bæjum eða kauptúnum, eða
jafnvel í sveitum, að ekki sje í þeim baðherbergi, sumstað-
ar eitt fyrir hverja fjölskyldu, sem í húsinu býr. Baðher-
bergin eru því nær undantekningarlaust með allt að sex
feta löngu þykkgleruðu baðkeri og blöndunarhana fyrir
heitt og kalt rennandi vatn. En til þess að hafa rennandi
kalt vatn, þarf vatnsveitu og lögn, og til þess að hafa renn-
andi heitt vatn, þarf auk þess miðstöð, heitavatnsdunk og
heitavatnslögn. Auk þess þarf úðasteypu yfir baðkerinu,
handlaug og vatnssalerni, auk þess sem herbergið er
meira eða minna hellulagt. Þetta kostar að vísu mikið í
upphafi, en þessi forskrift virðist vera alveg rígskorðuð
og óbreytileg. Steinsteypumenningin segir: annaðhvort
strax eða aldrei, því að allar breytingar eða viðaukar síð-
ar margfalda kostnaðinn. Þetta ríður baggamuninn, og
það með, að þetta er talin menningarkrafa meðal hlið-
stæðra menningarþjóða. Reynslan mun þó sanna, að allur
þorri baðenda notar þó aðeins steypubaðið, — allflestir
nema börn og lasburða fólk. Fyrir það er baðkerið nauð-
synlegt. Böð munu víðast vera tekin einu sinni í viku, í
stað einu sinni á ári, og má það kallast ágæt framför. Þá
eru víða komnar sundlaugar til sundkennslu og sundiðk-
unar, bæði til heilsubótar og íþróttar. Einnig á því sviði
stöndum vjer á sporði þeim menningarþjóðum, er vjer
viljum bera oss saman við. Nýlega hafa sundkappar vorir
nálgast sundafrek Grettis og unnið mörg önnur afrek,
þótt björgunarsundafrek Helgu Jarlsdóttur standi enn
óhaggað — og sjálfsagt fleiri.
En lengra nær samanburðurinn ekki.
Sveitaheimili landsins eru flest baðlaus eftir sem áður,
og allflest eldri húsin í bæjum og kauptúnum við sjávar-
síðuna eru einnig baðáhaldalaus. Mikill hluti þjóðarinnar
fær þessvegna ennþá ekkert bað, nema í ígripum á sumr-
18
Heilbrigt líf