Heilbrigt líf - 01.06.1941, Blaðsíða 67
síðustu öld, og það án þess að um verulega heilsuverndar-
starfsemi í nútíma skilningi hafi verið að ræða.
Á síðastliðinni öld var heilbrigðisástand hjer á landi
mjög bágborið og stóðum við þá langt að baki nágranna-
þjóða okkar. — Fyrir 100 árum var manndauðinn nálægt
30 %oc árlega og nærri Ijet, að þriðja hvert barn þeirra, er
lifandi fæddust, dæi á 1. ári. Fólksfjöldinn stóð því oft
árum saman í stað og lækkaði jafnvel á köflum, þrátt
fyrir það, að fjöldi fæðinga var þá mun meiri en nú gerist.
Einkum voru farsóttir áberandi mannskæðar. Vera má, að
þær hafi verið illkynjaðri þá en nú á dögum. Hitt mun þó
hafa ráðið miklu, að mótstöðuafl fólksins hefir verið miklu
minna, vegna harðrjettis og Ijelegs aðbúnaðar. Ennfremur
var þrifnaður víða á lágu stigi, en þar sem svo er, eru alla-
jafna miklar líkur til að farsóttir nái útbreiðslu.
Á þessu hefir nú orðið mikil breyting til batnaðar, og
erum við nú, eins og áður var sagt, komin í röð þeirra
fremstu. Manndauðinn er nú um lí%0 árlega í stað ca.
30%o fyrir 100 árum (meðaltal síðustu 5 ára, sem skýrslur
eru um, 1934—38, er 11 %0) og ungbarnadauðinn er nú
undir 50%o (meðaltal 5 ára bilsins 1934—38 er 45,8%0).
Orsakirnar til þessara breytinga eru venjulega raktar
til hinna stórfelldu efnalegu framfara og stórum bættrar
afkomu almennings á þessum sama tíma. Ytri aðbúnaður,
svo sem híbýlakostur, hefir batnað, þrifnaður aukist, og
fólk hefir fengið fræðslu um heilbrigðismál í ríkara mæli
en áður. Allt þetta verkar meira eða minna sameiginlega,
og er hvað öðru háð; er því ekki auðvelt að meta áhrif
hvers atriðis út af fyrir sig.
Þótt sagt hafi verið, að um heilsuverndarstarfsemi í
nútímamerkingu hafi, a. m. k. til skamms tíma, vart verið
að ræða hjer á landi, verður þó að geta þess, að læknum
hefir fjölgað ört á síðustu hundrað árum, og hafa þeir
yfirleitt stuðlað mjög að fræðslu almennings um heil-
Heilbrigt líf — 5
65