Heilbrigt líf - 01.06.1941, Blaðsíða 13
um. Tímaritin birtu langa kafla og ágrip úr minningum
hans frá Solferino og báru á hann hið mesta lof. Og fjöldi
andlegra stórmenna og stjórnenda guldu honum þökk og
viðurkenning.
Þótt Dunant aflaði sjer þannig margra meðhaldsmanna
og álits, fjekk hann einnig að kenna á andróðri og óvild;
honum voru gerðar illar getsakir og starf hans og stefna
lagt út á versta veg. Hann ljet þetta þó ekki á sig fá og
taldi það eðlilegt. „Vissulega“, segir hann, „verður engin
framför í mannheimum, ekkert kærleiksverk unnið, sem
eigi kostar hryggð og þjáningu“.
Dunant átti því láni að fagna, að sjá áhugamál sín
verða að veruleika. Árið 1864 var ráðstefna haldin í Genf
með fulltrúum ýmissa þjóða. Lauk henni með því að full-
trúar 16 ríkisstjórna undirrituðu „Genf-samþykktina“
svonefndu, sem tryggja skyldi særðum mönnum friðhelgi
í ófriði. Þar var og ákveðið, að hjúkrunar- og hjálpar-
starfið skyldi fara fram undir vernd Rauða Kross fánans
og Rauða Kross merkisins. Síðan hefir verið aukið tals-
verðu við Genf-samþykktina, og svo að segja allar siðaðar
þjóðir hafa gengið að henni.
Þegar þetta verk var nú til lykta leitt og ekki þurfti
þar aðstoð hans að verulegu leyti, ástundaði hann eigi að
síður verk hins miskunnsama Samverja á öðrum sviðum.
Þegar umsátin um París stóð yfir 1871, var hann í ýms-
um líknarefnum milligöngumaður franskra og þýskra
stjórnarvalda, og meðal annars fjekk hann leyfi til að
flytja konur, börn og gamalmenni til hlutlausra og ör-
uggra staða.
Árið 1871 kvaddi Dunant nokkra menn í nefnd til þess
að athuga og ráða bót á meðferð stríðsfanga. Hann hafði
beitt sjer fyrir málið frá því 1862, en þó var það fyrst á
friðarfundinum í Haag 1899, að samin voru gild ákvæði
um mannúðlega nieðferð stríðsfanga.
Heílbrigt líf
11