Heilbrigt líf - 01.06.1941, Blaðsíða 15
hafði íornað öllu fje sínu fyrir Rauða Krossinn og önnur
mannúðarmál. Hann vilcli ekki leita hjálpar, dró sig í hlje
og gleymdist í 20 ár.
Fjögur ár hafðist hann við í úthverfum Parísarborgar,
þjáður af hungri og kulda. „Jeg hefi verið í flokki þeirra,
sem ekkert hæli eiga, en verða að tína brauðmolana upp
úr vösum sínum úti á götunni“, segir hann. Um nætur
varð hann oft að liggja úti. Hið litla, sem hann vann sjer
inn, nægði ekki til fæðis og fata. Hann gekk rifinn og
óhreinn og gat ekki látið sjá sig. Að lokum skaut honum
upp í litlu sjúkrahúsi í bænum Heiden í Sviss. Þar hafð-
ist hann við, veikur og illa á sig kominn, þegar svissneskur
blaðamaður uppgötvaði hver maðurinn var og skrifaði eld-
heita áskorun í tímaritið „Uber Land und Meer“. Hann
spurði, hvort mannkyninu fyndist sjer sæma, að láta hinn
virðulega öldung deyja í örbirgð, manninn, sem hafði
leyst af höndum eitt hið ágætasta stórvirki, er sögur fara
af, og fórnað fje og fjörvi til miskunnarverka meðal
manna.
Með þessari áskorun varð bráð breyting á kjörum Du-
nant’s. Margir skrifuðu honum þakkarbrjef og peninga-
gjafir streymdu til hans. Hann þiðnaði upp fyrir allri
þessari hlýju, og beiskjan, sem hann hafði ekki getað var-
ist á örbirgðarárunum, hvarf.
Árið 1901, þegar norska stórþingið úthlutaði friðar-
verðlaunum Nóbels í fyrsta sinn, hlaut Dunant þau að
hálfu. Og enginn mun hafa átt þau fremur skilið. En
hann notaði ekki annað af verðlaunafjenu en það, sem
hann þurfti til brýnustu lífsnauðsynja. Hitt gaf hann allt
til fyrirgreiðslu og stuðnings hugsjónum þeim, er hann
hafði helgað líf sitt.
Dunant átti engan afkomanda og var aldrei við konu
kenndur. Hugsjónin var honum allt. Hann andaðist 30.
Heilbrigt líf
13