Heilbrigt líf - 01.06.1941, Blaðsíða 38
árangur, heldur mikla nautn, sem rekur hann til baðs,
jafnvel þó að hann sje ekki hversdagslega sem kröfuharð-
astur um eigið hreinlæti. Þetta er þeim mun meiri nauð-
syn, þar sem notkun íslensks prjónanærfatnaðar þverr, en
íslenska ullin hleypti út hita og svita og hreinsaði betur
húðina en nokkur annar nærfatnaður, og verndaði hana
gegn ofkælingu með hlýju sinni.
Eins og nærri má geta, er fjölda mörgum smærri atrið-
um lítil skil sýnd hjer að framan, enda eru víða svo breyti-
legar aðstæður, að greinin yrði ekki grein, heldur bók, ef
taka ætti tillit til þeirra allra. Aðalatriðið er, að færa rök
að því, sem á að vera takmark vort sem þjóðar, að enginn
íslenskur húsbóndi, sem nokkurt framtak hefir, á að þurfa
að láta sjer og sínum nægja jólabað í bala í fjósbásnum.
Hver einasti íslendingur á að geta notið baðs, og jafnvel
þeir, sem enga hafa vatnsveituna og lítið vatn, eiga að
geta notið konunglegs gufubaðs á einfaldan og ódýran
hátt.
VI. Böð eru besta heilsuvernd.
Og ekki nóg með það. Þjóðin verður að læra að meta
baðsiðina eftir verðleikum. Til þess má hún ekki hafa þá
einhliða, heldur verður hún að hafa þá sem fjölbreyttasta,
til þess að geta valið úr þá bestu. Hún má ekki iðka þá ein-
vörðungu til hreinlætis, þótt gott sje, heldur einnig til
hreysti og heilsuverndar, því að: — böð eru heilsubrunnur,
og einhver öruggasta aðferð til þess að verjast áleitn-
um kælingarsjúkdómum, sem oft eru upphaf að langri
sjúkrasögu, — böð auka þrek og þol — með þjálfun húð-
öndunar og húðræstingar, — böð auka starfsfjör og lífs-
gleði — með þeirri þægilegu hressingarkennd, sem þau
hafa á líkamann og fyrir þann góða svefn, sem þau veita.
Því má hiklaust fullyrða, að — böð lengja lífið — og þá
er einnig augljóst, að — böð eru besta heilsuvernd.
36
Heilbrigt líf