Heilbrigt líf - 01.06.1941, Blaðsíða 84
En þinglausnir fóru fram, án þess að beiðni R.K.l. um
leyfið yrði tekin fyrir á þinginu, og þinglausnir haust-
þings einnig. Fór nú að kvisast, að ýmsir ráðandi menn á
Alþingi myndu ætla óumbeðið að afhenda íþróttasjóði þetta
leyfi. Varð nú sýnileg vá fyrir dyrum fjelagsins fjárhags-
lega, og þann 30. september sagði framkvæmdastjóri upp
stöðu sinni með þriggja mánaða fyrirvara, og ljet hann af
störfum. Síðan hefir skrifstofan aðeins verið opin 3 tíma
á dag, og þar unnið reglulega ein aðstoðarstúlka, auk sjálf-
boðaliða.
Styrjöldin, sem hófst í september, kom í veg fyrir há-
tíðahöld þau, sem stjórn fjelagsins hafði fyrirhugað út
af 75 ára afmæli Genf-samþykktarinnar og þar með
stofnun Alþjóða Rauða Krossins. En slíkt kom mjög víða
fyrir erlendis. Aðeins fá R. K. félög höfðu lokið þeim áður.
Þá höfðu ein 8—10 fjelög gefið út minningarfrímerki.
Stjórn R. K. I. reyndi að fá leyfi til þess hjer, en fjekk
synjun.
Styrjöldin hlaut að hafa gagnger áhrif á fyrirætlanir
fjelagsins. Brátt kom fregn um, að námskeið hjúkrunar-
kvenna í London yrðu lokuð, á meðan á stríðinu stendur.
Bein afleiðing af því varð sú, að stofnun fyrirmyndar-
heilsuverndarstöðvar R. K. I. í Reykjavík lokaðist einnig,
þar eð ekki eru nægilega margar þar til menntaðar hjúkr-
unarkonur fáanlegar til þess að veita henni forstöðu.
En þótt styrjöld og fjárhagsóáran yrðu samtaka um að
færa í fjötra starfsemi fjelagsins á sumum sviðum, þá
urðu þessar skapanornir sumpart beinlínis og sumpart
óbeinlínis frumkvæði að meiri og sannari R. K. starfsemi
en áður hefir þekkst hjer á landi og hafa enn sannað gildi
starfseminnar og veitt henni brautargengi.
82
Heilbrigt líf