Heilbrigt líf - 01.06.1941, Blaðsíða 14
Sökum áskorunar hins enska „Fjelagasambands um
þjóðfjelagsleg verkefni" flutti Dunant á þingi þeirra
1872 erindi um friðarhugsjónina. Að loknu erindi sam-
þykkti þingið ályktun um, að stofna þyrfti allsherjar
sáttanefnd, þar sem hver þjóð ætti sinn fulltrúa. Skyldi
nefnd þessi eða ráð halda árlega fundi og jafna deilur
milli þjóða, svo að eigi þyrfti nokkurn tíma að grípa til
vopna. Þetta voru framtíðarhugsjónir. En seinna var þeim
— með nokkuð öðrum hætti — hrundið í framkvæmd,
þegar stofnsettur var gerðadómstóllinn í Haag og Þjóða-
bandalagið.
Einingarkennd sú og allsherjarsamúð, sem Dunant von-
aði að Rauði Krossinn gæti til leiðar komið, vildi hann að
kæmi ekki aðeins í ljós í líknarstörfum meðal særðra her-
manna, heldur og í öflugri hjálp í hvers konar nauðum og
stórhörmungum, hvar í heimi, sem þær ættu sjer stað.
Þetta hjálparstarf taldi hann skyldu einstaklinga og þjóða.
Hann ætlaðist til þess, að Rauði Krossinn hefði djúptæk
áhrif á mannkyn allt, bæði efnislega og andlega.
Það var eðlilegt, að hið þrotlausa og óeigingjarna starf
Dunants, vekti undrun og aðdáun. Hann var sæmdur heið-
ursmerkjum og allskonar orðum. Páfinn sýndi honum
sóma, og þjóðhöfðingjar gerðu sjer títt við hann og veittu
honum margan virðingarvott. En allt þetta dálæti gerði
hann feiminn, því að hann leit jafnan á sjálfan sig sem
verkfæri í hendi hins hæsta.
En lánið leikur sjaldnast lengi við menn. Það er að vísu
óskiljanlegt, að hinn fórnfúsi og göfugi maður, sem stóð á
tindi frægðar sinnar og var virtur sem mestu stórmenni,
skyldi hverfa og gleymast, án þess að eftir því væri tekið.
En svona fór það samt. Það var eins og verkið hefði gleypt
manninn. Því var haldið áfram, en hann týndist. I sam-
fleytt 20 ár lifði hann í sárustu örbirgð; og hvar og hvernig
hann dró fram lífið sum árin, varð áldrei vitað. Hann
12
Heilbrigt líf