Heilbrigt líf - 01.06.1941, Blaðsíða 89
Arnasonar, endurskoðanda. Var það mikið starf og ösin
mikil lengi vel á skrifstofunni. Skrifstofa R. K. í. bjó einn-
ig til frá degi til dags lista yfir gjafirnar og afhenti hann
útvarpinu til birtingar. Norræna félagið sá um blaðavið-
töl og birtingu söfnunarlistans í blöðin, gjaldeyrisleyfi, og
að nokkru leyti þær brjefaskriftir, sem við þurfti.
Þegar prjónlesgjafir fóru að berast, tók skrifstofa R. K.
I. á móti þeim öllum, og hún fjekk mjög hagkvæman samn-
ing um flutning á þeim innanlands við póststjórnina. Þar
eð húsnæði R. K. í. reyndist brátt of lítið fyrir vörurnar,
var þegið tilboð finnska aðalræðismannsins um að geyma
þær.
Þegar til þess kom að kaupa íslenskar vörur til að
senda til Finnlands, fól framkvæmdanefnd R. K. I. Magn-
úsi Kjaran, ræðismanni, að sjá um það fyrir sína hönd,
en hann fjekk til þess Harald Árnason kaupmann. Sá
hann um öll innkaup fyrir bæði fjelögin að mestu leyti, og
auk þess alla flokkun, pökkun og útsendingu að öllu leyti,
með stakri vandvirkni kunnáttumannsins og af sinni við-
urkenndu smekkvísi. Fór stærsta sendingin á „Lyru“ 2.
febrúar. (9. mynd).
Þegar leið á febrúar, fór að draga úr söfnuninni, og eft-
ir að Þjóðverjar tóku Noreg og Danmörku, tók fyrir hana
alveg að kalla má. Alls safnaðist í peningum kr. 165.661,93,
eða að viðbættum vöxtum 1939 og 1940 x) alls krónur
166.751,24, en vörur gefnar, áætlað verð, kr. 7.735,65.
Finnlandssöfnunin nam því alls kr. 174.486.89.
Þessir peningar hafa skiptst þannig eftir sýslu- og bæj-
arfjelögum, sem eftirfarandi skýrsla sýnir. Hún sýnir
einnig, hve mikil upphæð kemur á hvern íbúa í hverju
1) Sökum þess, að prentun skýrslunnar var látin bíða eftir tíma-
ritinu, er söfnunin tekin eins og hún var gerð upp í árslok 1940,
fæst þá heildaruppgerð söfnunarinnar.
Heilbrigt líf
87