Heilbrigt líf - 01.06.1941, Blaðsíða 7
Jakob Kj'istinsson:
HENRY ÐUNANT
STOFNANDI RAUÐA KROSSINS
Fyrrum, þegar menn litu svo á, að bardagar og orustur
væri flestu öðru vegsamlegra, var orðið hetja naumast
notað um aðra en stríðshetjur. Nú sjáum vjer orustur í
öðru ljósi, og að þeir, sem fórna lífi og kröftum fyrir tig-
in málefni og brottnám böls og eymdar, eru síst minni
hetjur en hinir, sem fyrir vopnum falla. Enn í dag eru þó
margir af velgerðamönnum mannkynsins miður heiðraðir
en skyldi.
Þannig er þessu farið um frömuð og aðalstpfnanda
Rauða Krossins, Henry Dunant, einn hinna mestu óg bestu
manna, sem uppi hafa verið. Fjöldi manna, sem langa
skólagöngu eiga að baki og teljast vel menntir, hafa þó
aldrei heyrt Dunants getið og hafa enga hugmynd um, hví-
líkur postuli friðar, kærleika og miskunnsemi hann var.
Svo hljótt er um nafn hans og sögu.
Ekki virðist því úr vegi, þegar minnst er 75 ára afmælis
Rauða Krossins, að geta nokkurra æviatriða þessa stór-
merka manns.
Henry Dunant er fæddur í Genf 8. maí 1828. Hann var
af góðu fólki kominn, sem naut mikils álits og var alþekkt
að góðgerðasemi. Móðir hans var kona frábær að kærleika
og mannkostum. Og henni var það eflaust að þakka, hve
snemma hann ljet sjer annt um þá, sem bágt áttu og þjáð-
ust. Á unglingsárunum fór hann þegar að bera sjúkum
og snauðum matarbjörg og lesa hátt fyrir þá, sem í
Heilbrigt líf
5