Heilbrigt líf - 01.06.1941, Blaðsíða 77
stríðið, sendu þakkarávörp í staðinn, ásamt smáfregnum
af sjer og landi sínu eða byggðarlagi. Varð þetta vísir að
víðtækum og margþættum brjefaviðskiptum barna víðs-
vegar um heim. En skrifstofa Rauða Krossins í París ann-
ast þýðingar á brjefum, þegar þess þarf með.
I öllum löndum fer starf ungliðanna fram á vegum
barnaskólanna. Hver bekkur er venjulega ungliðadeild út
af fyrir sig. Börnin kjósa sjálf stjórn, en kennarinn leið-
beinir. En yfirstjórnin er tilnefnd af miðstjórn Rauða
Kross hvers lands, og skipa hana skólamenn að meiri-
hluta.
Kennarar víðsvegar um heim hafa tekið starfsemi U.
R. K. opnum örmum og unnið fyrir hana af heilum hug,
enda telja yfirleitt þeir, sem reynt hafa, að Rauða Kross-
starfið hafi ómetanlegt gildi, bæði fyrir börnin og skólana.
En þá er vert að spyrja: Hafa skólarnir tíma til að
fást við st-örf af þessu tægi? Hl.jóta þau ekki óhjákvæmi-
lega að verða á kostnað hins almenna náms, á kostnað
íræðslunnar — skyldustarfanna? Þessar spurningar eru
ekki ástæðulausar; t. d. sagði skólamaður við mig í haust,
sem annars tjáði sig hlynntan þessu starfi: „Þú getur reitt
þig á, að íslenskir kennarar geta ekki fórnað einni einustu
klukkustund af sínum tíma til svona aukastarfa“.
Fyrst og fremst er því til að svara, að starfsemi ung-
liðadeildanna tekur mjög lítinn tíma innan veggja skólans,
því að áhugastarf hvers barns fer vitanlega fram í tóm-
stundum. En eftirtektarverðast er þó hitt, að ungliðastarf-
ið er þess eðlis, að auðvelt er að tengja það almennum
námsgreinum skólans. Og vegna hins einstaka áhuga, sem
börnin hafa á ungliðastarfinu, eru mestar líkur til, að
árangurinn af almenna skyldunáminu verði meiri, en ekki
minni, við það að tengjast Rauða Kross-starfinu. Jeg vil
nú gera grein fyrir þessu svolítið nánar.
Um heilsuverndarstarf ungliðanna í skólanum þarf ekki
Heilbrigt líf 75