Heilbrigt líf - 01.06.1941, Blaðsíða 18
yrði, sem enn í dag eru gerð til góðrar gufubaðstofu, sem
sé 1) að hún geti orðið mjög heit, 2) að hitann megi auka
með því að skvetta heitu vatni á glóheita steina, 3) að fá
megi æskilega heita gufu, 4) að baðstofan sje súglaus á
meðan baðað er, og loks 5) að hún sje þiljuð innan.
Allt þetta hefir Styrr vitað, og þessvegna er baðstofan
gerð með tröppuforstofu, sem til skjóls er lokuð að ofan
með hlera, en með hurð inn að baðstofunni (sbr. „hljópu
á hurðirnar"). Bæði hurð og hleri eru vitanlega höfð op-
in meðan steinofninn, sem er á miðju gólfi undir glugg-
anum, er hitaður sem mest má verða, en jafnskjótt og
bað byrjar, er bæði hurð og hlera lokað. Baðstofan, sem
nú er súglaus, hitnar nú ört, og loftið í henni verður heitt
og þurrt. Þegar stökkt er heitu vatni á steinofninn, leys-
ist meiri hiti og loftið verður smátt og smátt heitara og
rakara, því meira vatni, sem stökkt er á glóðheita
steinana. Svitinn bogar af baðendum, meðan hitinn þol-
ist, en viðurinn í setbekkjunum og hliðþiljum baðstof-
unnar hitnar ekki nema þægilega af hitageislunum. Við-
urinn slagar aldrei. Hann verður þægilegur viðkomu og
hreinlegur fyrir nakta baðendur.
Þessi gerð gufubaðs tíðkaðist samtímis um öll Norður-
lönd, og til síðustu tíma hefir hún tíðkast þannig alveg
óbreytt í Finnlandi. Þó mun nú víðast hlaðinn reykháfur
úr ofninum og „gefið á“ að innan. Það mun einnig skjótt
hafa þótt hentugra og öruggara hjer á landi, ekki síst eft-
ir að fregnin um hin alræmdu berserkjavíg barst um land-
ið. Þegar farið var að hlaða reykháfinn, reyndist auðveld-
ast að hlaða hann við vegg, eða hlaða hann í vegginn.
Ofninn færðist þá einnig að vegg. Við það varð miklu
meira gólfrými í baðstofunni og fleiri rúmuðust inni í
einu. Það þótti notalegt að ylja upp og sitja í hlýjunni,
þegar kalt var. Þegar skógarnir eyddust og eldiviðarskort-
ur tók að sverfa að þjóðinni, flutti hún inn í baðstofurnar
16
Heilbrigt líf