Heilbrigt líf - 01.06.1941, Blaðsíða 87
er meiri vandi en margan grunar að gera gufubaðstofu,
svo að í lagi sje og eigi að heita finnsk. En vinsældirnar
fara eftir því, hversu vel tekst um gerðina og þeim baðsið,
sem menn fást til að læra og temja sjer. Gerðin og bað-
siðurinn ræður hollustuáhrifum af baðinu, en fái menn
þau ekki, stendur baðstofan bráðlega tóm. R. K. í. vill
forða mönnum frá þeirri köldu staðreynd.
Með því að stjórn R. K. í. álítur, að vel gerðar baðstofur
eigi sjerstakt erindi til sjómanna í verstöðvum, ákvað hún
á síðastliðnu sumri að setja baðstofu í sjúkraskýlið í Sand-
gerði og fjekk til þess baðofn frá Finnlandi, sem slapp
þaðan rjett fyrir styrjöldina. Hann er af annarri gerð en
áður hefir sjest hjer og sameinar að vera þvottaofn og sótt-
hreinsunarofn, auk þess sem hann er kolaspar baðofn.
(Sjá 8. og 10. mynd).
Um reynslu þá, er fjekkst í vetur af þessari tilraun, má
lesa í skýrslu hjúkrunarkonu R. K. í., frk. Sigr. Bach-
mann, um starfsemi R. K. í. í Sandgerði.
Nokkur fjelög og stofnanir höfðu baðstofur í undirbún-
ingi þegar stríðið skall á og batt enda á þær framkvæmdir
í bili.
3. Líknarstarfsemi.
a. Vetrarhjálpin. í nóvember fjekk Vetrarhjálpin hús-
næði hjá R. K. í. til starfsemi sinnar, og starfaði hún þar
í besta sambandi við R. K. í., uns hún hætti í febrúar. Áð-
ur en rætt yrði, á hvern hátt R. K. I. ætti að verða henni
að öðru leyti liðtækur, sbr. skýrslu s. 1. ár, barst honum
svo stórt og nærtækt verkefni, að það tók alla hans starfs-
getu þann tíma, sem Vetrarhjálpin starfaði. Það verk-
efni var Finnlandssöfnunin.
b. Finnlandssöfnunin. Þegar frjettist um árás Rússa á
Finnland, minntust ýmsir stjórnarmenn R. K. I. á nauðsyn
fjársöfnunar handa Rauða Krossi Finnlands. En þar eð
Heilbrigt líf
85