Heilbrigt líf - 01.06.1941, Blaðsíða 65
Dr. Jálíus Sigurjónsson:
HEILSUVERNDARSTARFSEMI Á
VEGUM RAUÐA KROSSINS
Rauði Krossinn er alþjóða fjelagsstofnun, svo sem kunn-
ugt er, og beindist starf hans í fyrstu einkum að hjúkrun
sjúkra og særðra og annarri líknarstarfsemi í þrengri
merkingu. Kannast t. d. allir við hið mikla starf hans á
því sviði á ófriðartímum, enda mun þessi þáttur starf-
seminnar hafa orðið einna áhrifamestur og mestu vald-
andi um það, hve fljótt Rauði Krossinn náði alþjóða við-
urkenningu.
Ennþá má e. t. v. segja, að mest kveði að R. Kr. á
styrjaldar- og öðrum hörmungatímum, en þó er síður en
svo, að starfsemi hans liggi niðri þess á milli. Á friðar-
tímum hefir unnist tími til þess að sinna fleiru en því, að
vera til taks er slys eða önnur óhöpp ber að höndum, og
deildir R. Kr. fóru því brátt að beita sjer fyrir víðtækri
heilsuverndarstarfsemi, hver í sínu landi.
Nú er það að vísu svo í flestum löndum, að ríkisvaldið
hefir forustuna um skipun heilbrigðismála og þar með
heilsuverndarstarfsemi, sem æ er farið að leggja meiri og
meiri áherslu á, og er stjórn þessara mála og starfssvið
sett í fast kerfi samkvæmt því. Eigi að síður er hjer nóg
verkefni fyrir aðra, enda er það algengt, að einstök fje-
lög eða stofnanir starfi á sama vettvangi í náinni sam-
vinnu við heilbrigðisstjórnirnar og taki jafnvel alveg að
sjer einstakar greinar heilbrigðistarfseminnar.
Að ýmsu leyti þykir betri og víðtækari árangur nást
Heilbrigt líf
63